Opnað er fyrir veiði í sífellt fleiri laxveiðiám þessa dagana og veiðimönnum við störf fjölgar hratt og örugglega. Fjöldi þeirra tvöfaldast nú vikulega enda margar stangir að bætast við. Vatnsdalsá er að taka á móti fyrstu veiðimönnunum og fyrstu laxarnir hafa þar litið dagsins ljós. Veiðimönnum hefur bókstaflega snjóað inn og margir á faraldsfæti. Bæði í silungs– og laxveiði.
Björn K. Rúnarsson og María Valgarðsdóttir áttu flottan morgun á neðsta hluta laxasvæðisins. Fengu bæði lax og kom annar í Hnausastreng og hinn úr Hólakvörn. Þessir fallegu nýrenningar stóðust þó ekki samanburð við ótrúlega þykkan og flottan sjóbirting sem Björn fékk í Hnausastreng. Hann mældist níutíu sentímetrar og magnað eintak eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Opnunin í Vatnsdal varð ofurlítið veðrinu að bráð eins og gerðist víða um vestanvert Norðurland síðustu daga. Það horfir þó allt til bóta og sumarið virðist vera að ná vopnum sínum á nýjan leik.
Í Hrútafirði eru menn að veiðum en eins og í Vatnsdalnum er opnunarholl þar í gangi. Haukadalsá, Ölfusá og raunar ýmsar fleiri hafa glatt veiðimenn síðasta sólahringinn með fyrstu löxunum. Laxá í Dölum opnar á laugardag og styttist í Stóru – Laxá í Hreppum.
Næstu spennandi augnablik í þessu verða svo opnanir í ám á NA–landi þegar Hofsá, Selá, Miðfjarðará, Sandá og Svalbarðsá mæta til leiks.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |