Sannkallað sleggjupartý í Stóru – Laxá

Gunnar Örn Petersen með nýrenning úr Stóru - Laxá. Hann …
Gunnar Örn Petersen með nýrenning úr Stóru - Laxá. Hann veiddi neðra svæðið í opnun. Samtals komu sautján laxar á land. Ljósmynd/Stóra - Laxá

Stóra – Laxá í Hreppum stóð undir nafni í opnun. Sannkölluð stórlaxaopnun. Opnunarhollið byrjaði að veiða 21. og lauk veiðum í gær. Sautján laxar komu á land og af þeim voru fjórir sem mældust yfir 90 sentímetrar. Tveir þeir stærstu voru 98 og 99 sentímetrar. Að auki veiddust svo tveir sem voru 93 sentímetrar.

Það er eiginlega sama hvar Hrafn H. Hauksson mætir. Hann …
Það er eiginlega sama hvar Hrafn H. Hauksson mætir. Hann veiðir stóra fiska. Hér er hann með eina af þessum sleggjum sem veiddust á efra svæðinu. Ljósmynd/Stóra - Laxá

Finnur Harðarson sem er í forsvari fyrir leigutaka, en jafnframt einn af landeigendum segist hæstánægður með opnunina. „Ég komst ekki sjálfur að veiða. Ég var að klára veiðihúsið ásamt góðu fólki. En það var mikil hreyfing á fiski og menn komu að hyl sem var með fullt af fiski og svo einhverjum klukkutímum síðar var kannski bara einn eftir,“ sagði Finnur í samtali við Sporðaköst.

Veiðin var svipuð á báðum svæðum, en sú breyting hefur orðið á, eins og flestir veiðimenn vita að nú er ekki lengur talað um svæði 1 til 4, heldur efra og neðra. Veiðistaðir sem gáfu fiska voru meðal annars, Stekkjarnef, Bergsnös, Flatarbúð, Heimahyljir, Hólambreiða og Katlar.

Stefán Viðarsson í hrikalegu umhverfi Stóru. Erfitt er að finna …
Stefán Viðarsson í hrikalegu umhverfi Stóru. Erfitt er að finna samjöfnuð við Stóru - Laxá þegar kemur að laxveiði og stórbrotnu umhverfi. Ljósmynd/Stóra - Laxá

Efra svæðið gaf níu fiska og það neðra átta. Hollið sem naut þess að opna Stóru – Laxá var blandað. Eldri Bretar mönnuðu nokkrar stangir og hörku öflugir Íslendingar hinar. Finnur hafði sérstaklega orð á því að honum hefði þótt vænt um að Bretarnir tók fimm laxa í svokölluðu Kötlum sem áður tilheyrði svæði þrjú.

Aðspurður um þá flugu sem gaf bestu veiðina svaraði hann að vörmu að það hefði verið Valbeinn, hálf tomma.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert