Stefnir í hnúðlaxafár í Noregi

Sjálfboðaliðar háfa hnúðlax úr laxastiga í Jakobselva sumarið 2021. Á …
Sjálfboðaliðar háfa hnúðlax úr laxastiga í Jakobselva sumarið 2021. Á einni viku háfuðu þau 3600 hnúðlaxa. Nú er hnúðlaxinn mættur aftur og þegar í miklu magni. Stóra spurningin er hvað gerist á Íslandi? Ljósmynd/Hanne Wilhelms/NRK

Hnúðlaxinn er mættur í norskar laxveiðiár. Strandveiðimenn nyrst í Noregi hafa þegar landað þúsundum af þessari framandi tegund. Hann er einnig mættur í miklu magni í nyrstu árnar. Þannig er hann mættur í miklu magni í ána Munkelva sem er nálægt rússnesku landamærunum.

Mikill viðbúnaður er í nyrstu héruðum Noregs vegna hnúðlaxins og víða er búið að koma fyrir gildrum í ám til að forða því að hann gangi upp í árnar. Atlantshafslax og sjógenginn silungur eru flokkaðir frá og halda áfram för upp árnar. Dæmi eru um mjög stórar gildrur sem settar hafa verið upp í vatnsmiklum ám.

Norðmenn hafa verulegar áhyggjur af þessum nýbúa og mætti ráðherra umhverfismála í Finnmörku, nyrst í Noregi til að kanna stöðu mála og sjá með eigin augum hvaða undirbúningsvinna hefur verið í gangi, en norska ríkisstjórnin samþykkti í vetur aukafjárveitingu til handa veiðifélögum til að berjast gegn framgangi hnúðlaxins.

Hnúðlax úr í Hofsá í Vopnafirði sumarið 2021. Fyrstu eintökin …
Hnúðlax úr í Hofsá í Vopnafirði sumarið 2021. Fyrstu eintökin veiddust í lok júní það sumar. Hann gæti því verið mættur. Veiðimenn ættu að hafa augun hjá sér. Ljósmynd/KF

Einn af heimildamönnum Sporðakasta í Noregi er Kenneth Stalsett sem verið hefur í forsvari fyrir samtök veiðimanna í Finnmörku. Hann staðfesti að þúsundir hnúðlaxa væru þegar í ósum Munkelva.

Hnúðlaxinn kemur á tveggja ára fresti. Síðast var hann á ferðinni sumarið 2021 og þá voru tugþúsundir slíkra fiska í Munkelva. Kenneth giskar á fimmtíu þúsund.

Á Íslandi er búist við hnúðlaxinum í sumar en enginn getur gert sér í hugarlund hvert magnið verður. Sumarið 2021 veiddist hann um allt land og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fundu seiði hans í ám á SV–landi. Búast má við að fyrstu hnúðlaxarnir haldi innreið sína í íslenskar laxveiðiár á næstu dögum. Mikilvægt er að skrá þessa fiska þannig að hægt sé að halda utan um útbreiðslu og magn.

Auðvelt er að ruglast á nýgengnum hnúðlaxi og bleikju. Þó er einfaldasta leiðin til að greina hnúðlaxinn að fylgjast með dökkum doppum á sporði og uggum sem ekki er að finna á bleikjunni. Hnúðlax nýgenginn þykir ágætis matur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert