„Göngumetið“ í Elliðaánum slegið

Tvö hundruð laxar gengu í gegnum teljara Elliðaánna í gær. Þetta er það mesta sem teljarinn hefur gefið upp frá því að hann var tekin í notkun fyrir nokkrum árum. Fyrra metið er frá 9. júlí sumarið 2021 þegar skráðir voru 145 laxar í gegnum teljarann.

Svavar Hávarðsson þekkir vel til Elliðaánna og hefur fylgst grannt með teljaranum og göngu laxa í Elliðaárnar. Hann man ekki eftir svo kröftugum göngum í seinni tíð. Þannig bættust áttatíu laxar við í nótt og eru nú gengnir í gegnum teljarann samtals 643 laxar. Á sama tíma í fyrra voru þeir171.

Veiðimenn sem hafa verið við veiðar síðustu daga í Elliðaánum hafa séð þetta og eins og einn orðaði það í samtali við Sporðaköst. „Áin bókstaflega hverasauð ofan og neðan við Sjávarfossinn.

Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá stemminguna í gær þegar fjöldi laxa var að gera sig klára til áframhaldandi göngu upp Elliðaárnar. Á meðan að sumir hinkra þá fara aðrir rakleiðis í gegn.

Þessar miklu göngur hafa ekki raungerst í veiðinni enn. Þess er hins vegar skammt að bíða eftir að fiskurinn hefur aðeins róast. Nú hafa verið bókaðir 68 laxar í Elliðaánum og verður áhugavert að sjá stígandann í tölum þar næstu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert