Athyglisverðar vendingar í laxveiðinni

Veiðimaðurinn Gerry Graville með silfurbjartan lax úr Blöndu, sem hann …
Veiðimaðurinn Gerry Graville með silfurbjartan lax úr Blöndu, sem hann veiddi í vikunni. Ljósmynd/Starir

Það er sagt að vika í pólitík sé langur tími. Það sama á við í laxveiðinni. Eins og á hverjum fimmtudegi birtir Landssamband veiðifélaga tölur yfir vikuveiði í öllum helstu laxveiðiám landsins. Tölur dagsins eru um margt athyglisverðar og sýna nokkrar vendingar í laxveiðinni.

Húnavatnssýslurnar eru köflóttar en um margt athyglisverðar. Blanda er að skila mun meiri veiði en í fyrra, enda var árið þá afleitt. Batinn er hins vegar ánægjulegur og töluvert magn af laxi er að ganga í Blöndu. Hún er nú komin með 119 laxa á móti 75 í fyrra. Það eru tölur sem tala sínu máli. Víðidalsá og Vatnsdalsá eru báðar að skila töluvert betri veiði en í fyrra. Miðfjarðará sem byrjaði rólega er að ná vopnum sínum og styttist í að hún verði komin á svipaðan stað og í fyrra í samanburði milli ára. Laxá á Ásum er enn ekki að skila þeirra veiði sem menn vonast eftir. Nú er hins vegar stórstreymt og þá getur allt gerst.

Borgarfjörðurinn skilaði ágætri veiði í síðustu viku og þar stóð upp úr Þverá/Kjarrá með mestu vikuveiðina eða 179 laxa. Norðurá skilaði minni veiði í nýliðinni viku en vikunni þar á undan. Veiðifólk sem vel þekkir til segir mikið magn af laxi í ánni og straumurinn sé að skila hressilega af smálaxi. Haffjarðará er aðeins undir veiðinni sem hún hafði gefið á þessum tíma í fyrra en þar getur skýringin verið hvernig stendur á títt nefndum straumi.

Annar breskur veiðimaður, Tony Lawson passar sig á að lyfta …
Annar breskur veiðimaður, Tony Lawson passar sig á að lyfta fiskinum ekki of mikið úr vatninu. Bara rétt í smá stund fyrir myndatöku og svo niður aftur. Ljósmynd/Starir

Elliðaárnar hafa tekið á móti margföldu magni af laxi miðað við sama tíma í fyrra en veiðitölurnar eru töluvert undir því sem þá var. Veiðin nú er komin í hundrað laxa en var á sama tíma í fyrra 166. 

Ef við lítum til Suðurlandsins þá er það ekki síður köflótt en Norðurlandið. Eystri-Rangá er að byrja mun betur en í fyrra en því er öfugt farið í Ytri-Rangá þar sem veiðin byrjar ekki jafn vel og í fyrra. En þar getur smálax breytt gangi mála. Í góðum árum mætir smálaxinn í mun meira magni en tveggja ára laxinn sem flokkast sem stórlax. Munurinn liggur í því að smálaxinn dvelur eitt ár í sjó og kemur til baka á bilinu 68 til 50 sentímetrar á meðan að stórlaxinn dvelur tvö ár í sjó í fæðuleit og kemur til baka sem áttatíu plús sentímetrar. Stórlaxinn er fyrr á ferðinni en smálaxinn mætir svo þegar nokkuð er liðið á sumar. Stórar smálaxagöngur hafa einmitt sést á SV-horninu undanfarna daga. 

Klassísk Blöndumynd. Brúin í baksýn og Heath Payne lyftir fallegri …
Klassísk Blöndumynd. Brúin í baksýn og Heath Payne lyftir fallegri nýgenginni hrygnu. Blanda hefur byrjað mun betur en í fyrra. Ljósmynd/Starir

Þær aflahæstu. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veiddur og miðast sú tala við 5. júlí. Í dálki tvö er svo vikuveiðin, þar sem hún er þekkt. Þriðji dálkurinn, innan sviga, er svo fjöldi laxa á sama tíma í fyrra. Tölur fyrir þennan lista yfir 10 aflahæstu árnar eru fengnar af vef Landssambands veiðifélaga, angling.is og einnig af angling iq appinu þar sem rafræn skráning á veiðinni fer fram. Upplýsingar um stöðuna í fleiri ám má nálgast þar.

Norðurá               348          102        (338)

Urriðafoss            323           98         (451)

Þverá/Kjarrá        297          179        (381)

Haffjarðará          166           73         (205)

Blanda                 119           50          (75)

Eystri-Rangá         113            71         (69)

Selá í Vopnafirði    109            --          (55)

Elliðaárnar             99             --          (166)

Miðfjarðará            95            46         (109)

Ytri-Rangá og         94             --         (207)

vesturb. Hólsár                  

Skammt undan eru svo Víðidalsá, Hítará og Langá allar í kringum áttatíu laxa. Eins og áður segir er hægt að nálgast upplýsingar um fleiri ár inni á angling.is.    

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert