Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þess er meðal annars krafist að stjórnvöld taki á þeim málum er snúa að sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Samtökin ítreka enn einu sinni áhyggjur sínar af málinu og krefjast þess að lögð verði fram áætlun sem miði að endalokum sjókvíaeldis á frjóum laxi við Ísland. Tilefni fréttatilkynningarinnar er sú skýrsla sem Hafrannsóknastofnun birti nýverið um erfðablöndun í íslenskum laxveiðiám sem rekja má til strokulaxa úr sjókvíaeldi. Segir í tilkynningu LV að bændur, veiðiréttarhafar, náttúruverndarsinnar og allir sem hafa hagsmuni af stangveiði hér á landi lýsi yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem nú hefur verið upplýst. Því næst segir í tilkynningunni:
„Fyrir hönd þessara aðila vill Landssamband veiðifélaga (LV) koma eftirfarandi á framfæri:
Í ljósi alls sem fram kemur í skýrslunni ítrekar LV marg framkomnar áhyggjur sínar af sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi enda öllum ljóst að sá iðnaður verður banabiti íslenskra laxastofna verði ekkert að gert. Erfðablöndun er óafturkræfur skaði og engar mótvægisaðgerðir geta komið í veg fyrir hana. LV krefst þess því enn og aftur að stjórnvöld taki á þessu máli og leggi fram áætlun sem miði að endalokum sjókvíaeldis á frjóum laxi hér við land.“
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |