„Nú er ljóst að ég verð 120 ára“

Donald með einn af mörgum löxum sem hann hefur sett …
Donald með einn af mörgum löxum sem hann hefur sett í síðustu daga. Hann segir heilsuna batna með hverjum laxi sem hann landar. Nú verð ég 120 ára segir þessi 93 ára gamli laxveiðimaður. Ljósmynd/Reynir Sigmundsson

Donald Newhouse frá Bandaríkjunum, sem verður 94 ára gamall þann 5. ágúst fullyrðir að laxveiðin í Eystri – Rangá hafi tryggt honum að minnsta kosti 25 ár í viðbót. „Heilsan batnar með hverjum laxi sem ég landa. Ég er að fara að verða 120 ára sagði þessi erni Bandaríkjamaður í samtali við Sporðaköst. Hann var þá að ljúka magnaðasta morgni sem hann hefur átt í laxveiði á ævinni. 

Hann og Reynir Sigmundsson leiðsögumaður höfðu þá landað fimm löxum í morgun og misst annað eins. „Kallinn er hörkutól og labbar eins og herforingi. Hann gengur átta kílómetra á hverjum degi segir hann og það sést líka alveg,“ upplýsti Reynir í sama samtali.

Donald búinn að setja í enn einn laxinn. Hann segir …
Donald búinn að setja í enn einn laxinn. Hann segir þetta bestu lífsreynslu í veiði sem hann hefur komist í. Ljósmynd/Reynir Sigmundsson

Donald hefur ekki fyrr veitt á Íslandi en hann segir þetta mögnuðustu veiðilífsreynslu sem hann hefur átt. „Já. Ég hef veitt lax víða í heiminum en aldrei fyrr á Íslandi. Þetta var mitt fyrsta skipti en ekki það síðasta. Ég þarf að hitta Reyni aftur og upplifa fleiri svona túra,“ sagði sá gamli.

Hann tók stóran hluta af fjölskyldunni með sér í ferðina. Börn og barnabörn og nutu þau dvalarinnar og eru nokkrir maríulaxar skráðir á fjölskyldumeðlimi eftir þetta ævintýri.

Donald röltir með 85 sentímetra hrygnu í klakkistu.
Donald röltir með 85 sentímetra hrygnu í klakkistu. Ljósmynd/Reynir Sigmundsson

Í morgun settu þeir félagar, Reynir og Donald þrjá góða laxa í kistu. „Það er ekki nóg að veiða þá. Það verður líka að ganga frá þeim,“ sagði Donald og tók 85 sentímetra hrygnu og setti vatn í slöngupoka, slengdi henni á öxlina og labbaði með hana í kistuna.

„Ég kem aftur,“ kallaðiDonald og veifaði hlæjandi.

Þeir félagarnir Reynir og Donald hafa átt góða daga á …
Þeir félagarnir Reynir og Donald hafa átt góða daga á Suðurlandi. Ljósmynd/Reynir

Eystri – Rangá hefur farið vel af stað og verið góður stígandi í veiðinni síðustu daga. 194 laxar eru nú komnir í bók en fer að líkindum yfir 200, þegar laxar morgunsins verða færðir til bókar.  Smálaxinn er farinn að láta sjá sig og fiskurinn sem nú er að veiðast er vel haldinn og flottur, segir Reynir sem hefur verið í leiðsögn við ána árum saman. Þetta er töluvert betri byrjun en í fyrra í Eystri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert