Landaði þeim stærsta á nýjum mjaðmakúlum

Peter með stórlaxinn úr Kjarrá. Hann mældist 102 sentímetrar og …
Peter með stórlaxinn úr Kjarrá. Hann mældist 102 sentímetrar og er sá næst stærsti sem veiðst hefur í sumar á Íslandi. Ljósmynd/Þorgeir Þórðarson

Stærsti lax sem veiðst hefur í Borgarfirðinum í sumar kom á land í Kjarrá í gær. Hann veiddist á þeim magnaða veiðistað Hellgate eða hliði helvítis. Bretinn Peter Varney setti í laxinn og naut dyggrar aðstoðar leiðsögumannsins Þórðar G. Þorsteinssonar.

„Peter Varney setti í laxinn á Haug númer 16. Hann er 75 ára og ekki er langt síðan skipt var um mjaðmakúlur í honum báðu megin og segist hann við það hafa öðlast nýtt líf. Hellgate er mjög erfiður staður fyrir fótafúna, en Peter stóð sig eins herforingi og lét ekki flughálar klappir og oddhvöss grjót rugla sig í ríminu,“ sagði Þórður eða Toggi lögga eins og hann er alltaf kallaður, í samtali við Sporðaköst.

Hin spennandi augnablik þegar stórlaxinn var lagstur og lengi vel …
Hin spennandi augnablik þegar stórlaxinn var lagstur og lengi vel hreyfði hann sig ekki. Þetta er ekki auðveldasti veiðistaðurinn þegar maður er með nýjar mjaðmakúlur beggja vegna. Ljósmynd/Þórður G. Þorsteinsson

Tveimur dögum áður hafði Peter misst stóran lax á sama stað á sömu flugu eftir 10 mín baráttu. Sá lax hafði stokkið nokkrum sinnum fyrir þá félaga. Peter hafi skömmu áður landað 80 sentímetra hrygnu og veitti Toggi því þá athygli að vindhnútur var á tólf punda Maxima taumnum og því var nýr taumur græjaður. „Sem betur fer,“ segir Toggi. „Fljótlega tók annar fiskur sem var sýnu stærri og tók miklar rokur og stökk fram og til baka. Lagðist svo þungt í talsverðan tíma við stóran og hættulegan stein skammt frá tökustaðnum. Eftir nokkurt þref fór sá stóri aftur af stað og tókst að plata hann niður í stóran djúpan damm fyrir neðan sjálfan tökustaðinn þar sem auðveldar er að athafna sig, sérstaklega við að háfa fiska þar sem mjög aðdjúpt er undan klettinum sem staðið er undir.“

Togga tókst að koma háfnum undir stórlaxinn eftir um 25 mínútna reiptog. Laxinn mældist 102 sentímetrar og er sá stærsti sem veiðst hefur á Vesturlandi í sumar og sá næst stærsti á Íslandi til þessa sumarið 2023.

Allt fór vel og mælingin var sérstaklega ánægjuleg. 102 sentímetrar.
Allt fór vel og mælingin var sérstaklega ánægjuleg. 102 sentímetrar. Ljósmynd/Þórður G. Þorsteinsson

Peter landaði átta löxum á þremur dögum í Kjarrá. Allir tóku þeir Haug númer 16 sem að sjálfsögðu er uppáhalds fluga Peters í dag. Þetta er hans stærsti á flugu á ævinni. Hann hafði fyrir mörgum árum landað 22 lbs laxi á devon í Skotlandi og var það hans stærsti laxinn til þessa og það, þrátt fyrir nokkrar ferðir á Kólaskaga. Peter fór svo beint í Norðurá strax á eftir ævintýrið í Kjarrá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert