Niðurgangur í laxveiðinni

Þó að færri laxar hafi veiðist en í fyrra er …
Þó að færri laxar hafi veiðist en í fyrra er brosin ekki síðri sem þeir kalla fram. Hér er María Johnson með 82 sentímetra hæng sem hún veiddi í Eystri - Rangá við Hrafnakletta, nýlega. Ljósmynd/JAX

Af tíu aflahæstu laxveiðiám landsins eru einungis tvær sem eru með betri veiði en í fyrra. Það eru þær systur í Vopnafirði, Selá og Hofsá. Hinar átta eru með lélegri veiði en í fyrra og margar þeirra mun lélegri. Þetta er mikill niðurgangur eftir gott upphaf.

Víða hafa verið það sem menn kalla miklar göngur af laxi. Elliðaárnar eru besta dæmið um það enda skilvirkur teljari sem allur lax gengur um. Samkvæmt honum eru tæplega 1.800 laxar gengnir upp í Elliðaárnar. Þetta mikla fiskmagn ef rétt er, hefur ekki enn komið fram í veiði. Landssamband Veiðifélaga birti í dag veiðitölur yfir vikuveiðina í flestum laxveiðiám landsins. Þetta er degi seinna en venjulega og miðast við tímabilið 12. til 19. júlí. Sporðaköst birta topp tíu listann af þessari samantekt og bæta við útreikningum á vikuveiði og einnig stöðunni eins og hún var í fyrra. Til að klára Elliðaárnar þá voru komnir á land þar á þessum tíma í fyrra 366 laxar. Það sem af er sumri hafa veiðist þar 278 laxar. Langá er sögð full af fiski en þar eru veiðitölur að segja aðra sögu. 20. júlí í fyrra hafði Langá gefið 427 laxa. í gær voru þeir til samanburðar aðeins 215. Langá er rétt hálfdrættingur þegar þessi tvö ár eru borin saman. Sama má segja um Stóru–Laxá sem átti gott ár í fyrra. Hún er í 118 löxum samanborðið við 282 á sama tíma í fyrra.

David Zehla og Justin Thibon með fallegan Deildarárlax sem þeir …
David Zehla og Justin Thibon með fallegan Deildarárlax sem þeir veiddu í morgun. Hver fiskur í svona árferði er dýrmætur. Deildará hefur gefið 41 lax á móti 46 í fyrra. Ljósmynd/Deildará

Spútnikáin í fyrra var Flókadalsá í Borgarfirði. Hún hafði þann 20. júlí í fyrr gefið 265 laxa. Hún er með 95 í dag.

Næsta sem menn nefna til sögunnar er tökuleysi. Það er ýmist vegna hita eða kulda. Veðursveiflur og skilyrði til veiða eru hins vegar ekki nýlunda á Íslandi og eini marktæki mælikvarðinn er veiddir fiskar. Þeir eru nánast alls staðar mun færri en á sama tíma í fyrra. Undantekningin er Vopnafjörður. Selá og Hofsá eru báðar með betri veiði en í fyrra. Nú munar raunar ekki orðið miklu á Hofsá. Erfiðara er að meta stöðuna í Selá vegna veiðireglna sem þar gilda.

Nú er að teiknast upp mynd af lélegu veiðisumri, þegar kemur að aflatölum. Veiddir fiskar eru mun færri en í sumar. Stöku skot í hinar og þessar ár eru stakir viðburðir en hafa ekki haft í för með sér framhald og uppgang í veiði í kjölfarið. Niðurgangur miklu nær sanni eftir góða byrjun víða.

Kominn í háfinn. Glaður veiðimaður fagnar í Eystri-Rangá.
Kominn í háfinn. Glaður veiðimaður fagnar í Eystri-Rangá. Ljósmynd/JAX

Einhverjir kunna að spyrja hvort þetta geti ekki lagast og horfa á stóran straum í byrjun ágúst. Auðvitað er náttúran óútreikningaleg og eitthvað gæti breyst. Reynslan og fyrri ár svara þessari spurningu hins á þann veg að, á því séu litlar eða engar líkur.

Þær afla­hæstu samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga, má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veidd­ur og miðast sú tala við 19. júlí. Í dálki tvö er svo viku­veiðin. Þriðji dálk­ur­inn, inn­an sviga, er svo fjöldi laxa á sama tíma í fyrra. Töl­ur fyr­ir þenn­an lista yfir tíu afla­hæstu árn­ar eru fengn­ar af vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is og einnig af angling iq app­inu þar sem ra­f­ræn skrán­ing á veiðinni fer fram. Upp­lýs­ing­ar um stöðuna í fleiri ám má nálg­ast á báðum þessum síðum.

Norðurá               553          103        (711)

Þverá/​Kjar­rá        540          138        (731)

Urriðafoss            508           88         (701)

Haffjarðará          357          102         (404)

Eystri-Rangá        351          118        (450)

Ytri-Rangá og       346         146         (769)

vest­urb. Hóls­ár 

Elliðaárn­ar            278           102        (366)

Selá í Vopnafirði    273            94        (226)

Miðfjarðará           263            95         (333)

Hofsá                   232            --         (220)   

Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert