Margar tilkynningar um hnúðlaxa

Veiði úr Bjarnafjarðará á Ströndum. Bleikja og hnúðlax. Doppurnar á …
Veiði úr Bjarnafjarðará á Ströndum. Bleikja og hnúðlax. Doppurnar á sporði hnúðlaxins eru greinilegar. Það er ekki skrítið að veiðimenn átti sig ekki alltaf strax á því að þeir hafi fengið hnúðlax. Hrygnan er mjög áþekk bleikju eins og þessi mynd sýnir svo vel. Ljósmynd/Ásta Dís

Fjölmargar tilkynningar hafa borist til Sporðakasta vegna hnúðlaxa sem veiðst hafa síðustu viku. Við höfum þegar greint frá hnúðlöxum í báðum Miðfjarðaránum og Hofsá og Selá í Vopnafirði, eins og í Norðurá í Borgarfirði. Þeir fyrstu sem fréttist af voru reyndar í Norðfjarðará og veiddust tveir þar um mánaðamótin síðustu.

Nú hefur frést af mun fleiri hnúðlöxum. Tveir veiddust í Laxá í Aðaldal fyrir nokkrum dögum. Veiðimenn á silungasvæðinu í Vatnsdalsá hafa veitt nokkra og sendu þeir línu á Sporðaköst um þá veiði. 

Ásta Dís Óladóttir var að veiða í Bjarnafjarðará á Ströndum og fékk hún þar hnúðlax. „Þetta var fimmtíu sentímetra hnúðlaxahrygna og tók hún heimasætuna. Við vorum búin að fá eina bleikju áður og hagaði hnúðlaxinn sér mjög svipað og bleikjan. Það tók ekki langan tíma að landa honum,“ sagði Ásta Dís í samtali við Sporðaköst.

Viðbúið er að hnúðlaxinn sé kominn inn í mörg vatnakerfi en þó er ekkert sem bendir til þess að hann verði í meira magni en sumarið 2021 þegar hann var víða að finna í torfum í laxveiðiám. Margir óttuðust að þetta yrði mjög stórt hnúðlaxaár og þróunin hér á landi yrði sambærileg við það sem gerðist í Noregi undanfarin ár. Alger sprenging varð í fjölda hnúðlaxa sem gekk í norskar ár sumarið 2021. Dæmi eru um að þúsundir hnúðlaxa hafi gengið í nokkrar af nyrstu ánum þar í landi það sumar. Varð að loka nokkrum ám vegna þessa. Minna hefur borist af fréttum að hnúðlaxi frá Noregi í sumar og veit það á gott.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert