Sex aflahæstu laxveiðiárnar á Íslandi í sumar eru allar með verulega lakari veiði en á síðasta ári. Þetta sýna glóðvolgar veiðitölur á angling.is. Það er ekki fyrr en komið er að Vopnafjarðaránum sem sitja í sjöunda og níunda sæti, að betri veiði en á sama tíma í fyrra, blasir við.
Þetta veiðisumar er vægast sagt köflótt, og sérstaka athygli vekur að Norðurá gaf ekki nema 35 laxa í síðustu viku. Sama vika í fyrra skilaði 110 löxum þessari Borgarfjarðarperlu. Leitað var staðfestingar hvort þetta væri rétt tala og má sjá á rafrænu veiðibókinni á angling iq að þetta er raunin.
Rangárnar eru báðar að taka við sér og gáfu viku veiði sem var vel yfir tvö hundruð laxa. Þó er rétt að geta þess að Ytri–Rangá og það svæði sem fellur undir talninguna er með helmingi minni veiði en á sama tíma í fyrra. Í Eystri er veiðin nær því sem var í fyrra en töluvert vantar samt upp á.
Urriðafoss er ekki að eiga gott ár og vantar verulega upp á að svæðið hafi gefið jafn marga fiska og í fyrra. Þar skeikar tvö hundruð fiskum svo þetta tímabil nái veiðinni eins og hún var í fyrra.
Ágæt veiði var samt í vikunni af nokkrum af þekktustu ánum. Selá gaf 165 laxa, Hofsá 151, Miðfjarðará 146 og Langá 136 laxa.
Rétt er að hafa í huga að samanburðarárið 2022 var tæplega meðalár þegar kemur að laxveiði.
Þegar leitað er að ám sem eru að gera betur en í fyrra er sem betur fer hægt að nefna nokkrar. Laxá í Aðaldal er með 229 á móti 192 í fyrra. Vatnsdalsá er með 148 á móti 124 í fyrrasumar. Skjálfandafljót, neðri hluti hefur gefið 245 laxa en var í 178 þann 27. júlí í fyrra.
En því miður er þau mun fleiri dæmin þar sem veiðin er miklu lélegri en í fyrra. Stóra–Laxá í hreppum er nú komin með 129 laxa en stóð í 340 í fyrra á þessum tíma. Margar aðrar ár eru í þeim sporum. Má þar nefna Grímsá, Laxá í Kjós og Laxá í Dölum sem allar eru hálfdrættingar á við tölurnar frá í fyrra.
Þessar eru aflahæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veiddur og miðast sú tala við 26. júlí. Í dálki tvö er svo vikuveiðin. Þriðji dálkurinn, innan sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra. Tölur fyrir þennan lista yfir tíu aflahæstu árnar eru fengnar af vef Landssambands veiðifélaga, angling.is og einnig af angling iq appinu þar sem rafræn skráning á veiðinni fer fram. Upplýsingar um stöðuna í fleiri ám má nálgast á báðum þessum síðum. Elliðaárnar fengu að fljóta með sem sú ellefta þar sem spennandi verður að sjá hvort þær miklu laxagöngur sem hafa mælst í ánni, skili sér í veiði. Það hefur ekki gerst enn.
Þverá/Kjarrá 668 128 (865)
Ytri-Rangá og 618 272 (1182)
vesturb. Hólsár
Norðurá 588 35 (801)
Eystri-Rangá 583 232 (855)
Urriðafoss 563 55 (762)
Haffjarðará 447 90 (497)
Selá í Vopnafirði 438 165 (397)
Miðfjarðará 409 146 (452)
Hofsá 383 151 (364)
Langá á Mýrum 351 136 (525)
Elliðaárnar 343 65 (457)
Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |