Laxi númer þúsund fagnað með pönnukökum

Áfanganum fagnað í dag. Frá vinstri. Abe Mathews, Harpa Hlín …
Áfanganum fagnað í dag. Frá vinstri. Abe Mathews, Harpa Hlín Þórðardóttir, Emily Mathews sem veiddi þann þúsundasta, Stefán Sigurðsson, Anna María Kristjánsdóttir og Ari Árnason. Ljósmynd/IO

Emily Mathews veiddi þúsundasta laxinn í Ytri–Rangá laust fyrir klukkan tíu í morgun í veiðistaðnum Breiðabakka í Ytri–Rangá. Þessu var fagnað að þjóðlegum sið með pönnukökum og marengstertu. Eins gott bakkelsi og gerist á góðum íslenskum heimilum.

Anna María Kristjánsdóttir bakaði pönnukökurnar og hurfu þær eins og dögg fyrir sólu. Veiðin hefur verið að aukast í Ytri–Rangá og eftir því sem Sporðaköst komast næst er Ytri fyrsta veiðiáin sem kemst í þúsund laxa.

Þetta er alltaf merkilegur áfangi og þá ekki síst í ári þar sem almennt er dræm veiði á landinu. Veiðin í Ytri er þannig mun minni en í fyrra.

Emily og Abe alsæl með lax sem þau veiddu í …
Emily og Abe alsæl með lax sem þau veiddu í dag í Ytri-Rangá. Ljósmynd/IO

Emily og leiðsögumaðurinn hennar áttuðu sig ekki á að laxinn sem þau lönduðu í sameiningu var sá þúsundasti. Það kom ekki í ljós fyrr en í hléinu. Því er ekki til mynd af henni með laxinn. Hins vegar hefur hún veitt vel í Ytri í hollinu sem nú er að störfum þar. Með fréttinni fylgir mynd af Emily og Abe Mathews með fallegan nýgenginn lax sem þau veiddu í dag.

Þegar Harpa Hlín Þórðardóttir var spurð hvort að það væri mokveiði hjá þeim spurði hún á móti. „Hvað er mokveiði? Það er svo afstætt. Hér er mjög fín veiði og hlaupa dagarnir á fimmtíu til níutíu löxum,“ sagði Harpa og vissulega er það mjög fín veiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert