Hávær orðrómur um húkk í Urriðafossi

Veitt í Urriðafossi í Þjórsá. Þegar áin verður mjög mórauð …
Veitt í Urriðafossi í Þjórsá. Þegar áin verður mjög mórauð segja margir að ekki sé hægt að veiða fisk með hefðbundnum hætti í Urriðafossi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hávær umræða hefur verið um húkk á laxi í Urriðafossi. Flestir vita hvað húkk er, en það er þegar öngull lendir í fiski og hann er dreginn inn með þeim hætti. Netabændur við Þjórsá hafa frá því að stangveiði hófst kvartað undan að særður fiskur hafi verið að koma í netin. Pálmi Jónsson skrifaði inn á Veiðidellan er frábær, á Facebook að hann hafi fengið lax með öngli í, í net sem hann var að vitja um fyrir neðan Urriðafoss.

Stefán Sig­urðsson leigutaki svæðis­ins við Urriðafoss, með fyrsta lax sumarsins …
Stefán Sig­urðsson leigutaki svæðis­ins við Urriðafoss, með fyrsta lax sumarsins 2021. Stefán segir að hert hafi verið á veiðireglum í kjölfar þess að þessi orðrómur kom upp á sínum tíma. mbl.is/Einar Falur

Stefán Sigurðsson sem er með Urriðafoss á leigu í gegnum fyrirtæki sitt Iceland Outfitters, kannast við þessa umræðu en segir að húkkveiði sé bönnuð í Urriðafossi og skerpt hafi verið á ýmsum atriðum til að sporna við mögulegu húkki. „Við höfum bannað spúna veiði og minnkað þá króka sem leyfilegt er að nota í fluguveiði í Urriðafossi. Hins vegar er oft ótrúlega mikið af laxi á litlum afmörkuðum stöðum í Urriðafossi að það mun alltaf eitthvað húkkast. En við erum með veiðireglur til að sporna gegn þessu. Við erum líka með öfluga veiðivörslu sem Haraldur Einarsson sér um,“ sagði Stefán í samtali við Sporðaköst. Hann viðurkennir að kannast við þessa umræðu og einmitt vegna hennar hafi verið skerpt á öllum veiðireglum.

Ýmsir tjá sig við færsluna frá Pálma, sem nefnd er hér að ofan. Þar skrifar Tómas Skúlason sem rekur Veiðiportið. „Ég er að verða uppseldur í þríkrækjum 4/0 og 5/0. Svo eru menn að banna sökktauma og túpur annarsstaðar. Ég fullyrði af 9 af hverjum 10 löxum eru dregnir inn á lopapeysunni þarna,“ skrifar Tómas. 

Lopapeysan sem Tómas vitnar til er yfirfærð merking þegar þríkrókur lendir utan í fiski og hann er dreginn þannig inn. 

Áhugavert væri að heyra frá mönnum sem hafa verið í Urriðafossi undanfarið, hvað sé til í þessum orðrómi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka