Veiðisumar undir meðallagi (Staðfest)

Veiðimaður með lax úr Víðidalsá í sumar. Víðidalurinn er kominn …
Veiðimaður með lax úr Víðidalsá í sumar. Víðidalurinn er kominn með 312 laxa á móti 330 í fyrra. Ljósmynd/SK

Nýjar vikutölur úr laxveiðiám landsins staðfesta það sem margir hafa talað um í sumar. Veiðin er undir meðallagi fimmta árið í röð. Í mörgum ám, sérstaklega á Suð–Vesturlandi og Vesturlandi eru tölurnar langt undir því sem var í fyrra. Hér að neðan má sjá lista yfir tíu aflahæstu veiðiárnar. Þar eru Rangárnar komnar í efstu sætin en eru þó með mun minni veiði en á sama tíma í fyrra.

Viðkvæðið hjá mörgum er að rigningu hafi vantað í sumar og árnar séu orðnar vatnslitlar. Framan af sumri var talað um kalt veður og rok. Allar þessar aðstæður koma upp flest sumur. Stórstreymi er núna og vonast laxveiðibændur á Norðurlandi eftir því að fá góðar göngur af smálaxi. Það kemur í ljós um helgina. Hins vegar er ljóst að sá straumur er ekki að skila göngum í ár á Vesturlandi og í Borgarfirði. Megnið af þeim fiski sem ætlaði að ganga í ár á þessu svæði eru nú þegar komnir. Rigningar síðsumars geta gefið veiði en tæpast til gera meira en að sumar af þessum ám haldi í við síðasta sumar sem var þó einungis meðal sumar. 

Dæmi um ár sem ekki hafa staðið undir væntingum eru til dæmis Laxá í Dölum en þar höfðu veiðst 102 laxar 2. ágúst en á sama tíma í fyrra voru þeir 270 talsins. Laxá í Kjós er með 208 laxar en hafði gefið á sama tíma í fyrra 530 laxa. Stóra–Laxá er komin með 144 laxa en var í fyrra með 407.

Þessar eru afla­hæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veidd­ur og miðast sú tala við 2. ágúst. Í dálki tvö er svo viku­veiðin. Þriðji dálk­ur­inn, inn­an sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 3ja ágúst. Töl­ur fyr­ir þenn­an lista yfir tíu afla­hæstu árn­ar eru fengn­ar af vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is og einnig af angling iq app­inu þar sem ra­f­ræn skrán­ing á veiðinni fer fram. Upp­lýs­ing­ar um stöðuna í fleiri ám má nálg­ast á báðum þessum síðum. Elliðaárnar fengu að fljóta með en margar fréttir hafa verið gerðar í sumar um mikla laxagengd í ána. Það er ekki að skila sér í veiðitölum. Ekki enn allavega.

Ytri-Rangá og      1.085        467       (1.707)

vest­urb. Hóls­ár 

Eystri-Rangá        924          341       (1.322)

Þverá/​Kjar­rá        741           73        (992)      

Norðurá               649           61        (930)

Haffjarðará          557           110        (573)

Miðfjarðará          556           147         (675)

Selá í Vopnafirði    526           88         (500)

Hofsá                   515           132        (498)

Jökla                    429            --          (440)

Langá á Mýrum     397            46        (607)

Elliðaárn­ar            375            32         (527)   

Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.

Urriðafoss er ekki á listanum sem birtur var í morgun. Ekki liggur fyrir af hverju svæðið er ekki að finna þar. Svona leit Urriðafoss út í síðustu viku.

Urriðafoss            563           55         (762)

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert