Bestu laxveiðiflugurnar í sumar

Hér má sjá ýmsar útfærslur af Sunray túbum. Það sem …
Hér má sjá ýmsar útfærslur af Sunray túbum. Það sem einkennir þær þó allar er svartur yfirvængurinn og svo er búið að útbúa margs konar afbrigði. Ljósmynd/Veiðihornið

Sú fluga, eða flugufjölskylda sem gefið hefur langflesta laxa á Íslandi í sumar er Sunray. Hún er ýmist bókuð sem Sunray, Sunray Shadow eða Sun ray. Þegar tölur eru skoðaðar úr helstu ánum er Sunray undantekningalítið í efsta sæti. Rafræna veiðibókin Angling iQ heldur saman tölfræði yfir þetta.

Selá í Vopnafirði hefur gefið 565 laxa. Þar af eru 143 bókaðir á Sunray. Í Hofsá er hlutfallið svipað 120 af 551 laxi hafa tekið einhverja útgáfu þessarar vinsælu flugu. Meira að segja Laxá í Aðaldal er komin í Sunray klúbbinn. Af 321 laxi hafa flestir er 66 tekið Sunray. Liðinn er sá tími að menn notuðu eingöngu Aðaldalsflugur í drottningunni.

Drottningin á Vesturlandi, Norðurá er með 159 laxa bókaða á Sunray af 665 löxum.

75 laxar í Víðidalsá hafa tekiðSunray, af samtals 324 fiskum. Í Jöklu er þetta hlutfall um 25% en ríflega hundrað af 430 löxum hafa látið glepjast af þessari útfærslu í fluguveiði.

Flugan Brá er ein af þessum flugum sem virka sérlega …
Flugan Brá er ein af þessum flugum sem virka sérlega vel í sól og vatnsleysi. Ljósmynd/Veiðihornið

Er nú öldin önnur þegar Frances flugur voru ávallt í efstu sætum þegar þessi tölfræði var skoðuð. Þó er svört Frances í efsta sæti í Laxá í Kjós með 27 skráningar af 219 löxum. Hítará er með systur hennar í efsta sæti en þar er rauð Frances flugan sem gefið hefur flesta fiska, eða 43.

En það sem af er sumri kemst engin fluga með tærnar þar sem Sunray hefur hælana. Áhugavert er hins vegar að skoða hvaða flugur eru í sætunum fyrir neðan. Þar er mjög algengt að sjá Frances fljótlega á listanum. En aðrar koma svo sannarlega við sögu. Flugan Arion er í fimmta sæti í Norðurá.

Haugurinn er aldrei langt undan og sama má segja um margvíslegt hitch. Aðrar sem hafa verið að skora vel í sumar eru Green But, Black Brahan, Collie Dog, Silver Sheep, Valbeinn og Evening Dress. 

Með þessar flugur í boxi ættu veiðimenn að hafa góða möguleika á að setja í lax og muna bara í vatnsleysinu að litlar flugur stær tólf til sextán er mun vænlegri til árangurs en stórar og þungar túbur. Laxinn sér þær vel þó að þær séu litlar og allt sem er á yfirborðinu kemur inn í hans sjónsvið. Oftar en ekki snýst þetta um að hafa trú á smáfluguveiði. Þær aðstæður sem nú ríkja bjóða eingöngu upp á smáar flugur. Það getur breyst síðar í sumar ef langþráð rigning verður í boði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert