Hún var „súper happy“ með hnúðlaxinn

Ódráttur eða gleðigjafi? Það er spurningin. Emilie Nygaard Fritzen, eða …
Ódráttur eða gleðigjafi? Það er spurningin. Emilie Nygaard Fritzen, eða Milla eins og hún er kölluð var yfir sig ánægð með hnúðlaxinn. Stefán leiðsögumaður var á annari skoðun. Ljósmynd/Stefán Kristjánsson

Fyrsti hnúðlax sumarsins veiddist í Víðidalsá í gær. Það var hin danska Milla sem setti í og landaði þessum ódrætti eins og leiðsögumaðurinn hennar, Stefán Kristjánsson kallaði þennan fisk. „Ég var súper happy,“ sagði Mille hins vegar í samtali við Sporðaköst. Milla heitir fullu nafni Emilie Nygaard Fritzen og er mikil veiðikona og þá sérstaklega þegar kemur að skotveiði.

Hún er með Instagram síðu þar sem hún greinir frá ferðum sínum út um allan heim. Fyrir áhugasama þá er @emilie.hunting leiðin að síðunni hennar.

Með vænan Atlantshafslax úr Víðidalsá. Mille hefur oft komið til …
Með vænan Atlantshafslax úr Víðidalsá. Mille hefur oft komið til Íslands að veiða. Ljósmynd/Emilie Nygaard Fritzen

En aftur að hnúðlaxinum. „Já. Ég var í Faxabakka og kastaði Sunray á staðin sem Stefán benti mér. Nánast bara strax tók fiskur og ég hélt að þetta væri bleikja. Þannig að ég flýtti mér bara að draga hana að landi. Svo sá ég að þetta var eitthvað skrítið og spurði Stebba hvort þetta væri vansköpuð bleikja eða lax. Ég sá bara þessa skrítnu kryppu. Stebbi varð alveg svakalega upprifinn og bara kallaði HNÚÐLAX. Hann sagði mér að þetta væri fyrsti fiskurinn sem veiddist á aðalsvæðinu. Mér fannst þetta alveg meiriháttar. Stebbi drap hann og setti í frystinn,“ sagði Milla og brosti.

Flestum íslenskum veiðimönnum finnst hnúðlaxinn ódráttur, eins og Stefán Kristjánsson orðaði það. Hins vegar er athyglisvert að þessari ungu dönsku konu og áhrifavaldi á samfélagsmiðlum fannst þetta merkileg upplifun. Guðni Guðbergsson sviðstjóri hjá Hafrannsóknastofnun hefur talað um hnúðlaxinn og bent á að hasli hann sér völl þá getur allt eins verið að hann reynist viðbót ekki bara ódráttur.

Hún flokkast sem áhrifavaldur og er að stunda skotveiði um …
Hún flokkast sem áhrifavaldur og er að stunda skotveiði um allan heim. Hér er hún með muflon sem hún skaut á Spáni. Ljósmynd/Emilie Nygaard Fritzen

Nokkrir hnúðlaxar hafa veiðst á silungasvæðinu í Víðidal en fiskurinn hennar Millu er sá fyrsti á laxasvæðinu. Myndin af henni með hnúðlaxinn er tekinn þannig að fiskurinn lítur út fyrir að vera afbrigðilega stór en hann er bara af þessari klassísku stærð, í kringum fimmtíu sentímetra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert