Hnúðlax fundist í flestum ám í sumar

Hnúðlaxaveisla í Soginu. Einar Margeir og fjölskylda lönduðu þessum þremur …
Hnúðlaxaveisla í Soginu. Einar Margeir og fjölskylda lönduðu þessum þremur og misstu mun fleiri í Syðri-Brú í Soginu. Ljósmynd/Einar Margeir Kristinsson

Hnúðlax hefur fundist í laxveiðiám í öllum landshlutum síðustu vikurnar og einkum síðustu daga. Það er fljótlegra að telja upp þær ár þar sem ekki hefur bókaður slíkur fiskur í sumar. Aukning á bókunum hefur verið mikil síðustu daga og kemur það heim og saman við fyrri ár, þar sem sá bleiki hefur verið að mæta síðustu vikuna í júlí og fyrstu viku í ágúst.

Eins og komið hefur fram þá mætir þessi hnúðlaxastofn á oddatöluárum og stafar það af því að lífsferill hans er tvö ár. Næsta hnúðlaxaár verður 2025 en þá mun sá fiskur ganga í árnar sem verður til úr hrygningu nú í haust.

Staðfest voru hnúðlaxaseiði í öllum þeim ám sem Hafrannsóknastofnun rannsakaði í fyrra. Búast má við að hnúðlaxinn hrygni í sífellt fleiri íslenskum ám og að hann verði viðvarandi. Hvort sem menn vilja kalla hann vandamál eða viðbót.

Hnúðlaxinn virðist ganga í torfum og þar sem hans verður vart má reikna með að þeir séu margir saman. Veiðimenn hafa talað um við Sporðaköst að svo virðist sem takan detti niður fljótlega eftir að fiskurinn gengur í ána.

Einar Margeir Kristinsson var að veiða Syðri–Brú í Soginu og lenti hann í „hnúðlaxaveislu“ eins og hann orðaði það í samtali við Sporðaköst. „Við lönduðum þremur og misstum mun fleiri. Stærsti var 60 sentímetrar og hann rétti úr þríkrækjunni. Það er alveg ótrúlegur kraftur í þessum kvikindum. Við fengum einn venjulegan lax líka og hann var eins og að draga urriðatitt.“

Mest verður vart við hnúðlaxinn neðarlega á ársvæðum enda er hann ekki jafn mikill sundfiskur og laxinn okkar. Hann er með minni sporð og á því erfiðara með fossa en frændi hans.

Flestir hnúðlaxar sem bókaðir hafa verið í sumar eru enda að koma af neðstu hlutum ánna. Silungasvæðin í ám Norðanlands hafa verið að gefa meira af honum en efri hlutar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert