Minnir á hörmungarárin 2012 og 2014

Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur telur sumarið í sumar líkjast hörmungarárunum …
Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur telur sumarið í sumar líkjast hörmungarárunum 2012 og 2014 þegar kemur að vexti smálaxa. Ljósmynd/SME

Laxveiðisumarið byrjaði vel og voru margar veiðiár yfir veiðitölum frá því í fyrra. Þetta gaf mönnum ágætisvon um þokkalegt sumar. En það fjaraði undan þessu upp úr miðjum júlí, á vel flestum stöðum. Helst er það NA–hornið sem sker sig úr með góða veiði. 

Sporðaköst birtu fyrirsagnir á borð við „Bylgja bjartsýni fer um um veiðiheiminn“ og „Afar jákvæðar fréttir úr opnun Norðurár.“ Þessar fréttir áttu innistæðu á þeim tíma en svo dró úr þessu.

Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur sem beint hefur sjónum að Borgarfirði í áratugi var ekki bjartsýnn fyrir sumarið. Eins og fiskifræðinga er háttur talaði hann varlega. Hins vegar ef við rifjum upp hvað hann sagði í viðtali hér á Sporðaköstum um miðjan apríl ætti staðan ekki að koma neinum á óvart. Þá sagði Sigurður Már; 

Við vit­um nokk­urn veg­inn hvert lax­inn okk­ar er að fara og höf­um við Jó­hann­es Guðbrands­son koll­egi minn á starfstöð Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á Hvann­eyri náð í gögn um sjáv­ar­hita á þess­um beit­ar­svæðum í júlí og keyrt þau gögn á móti því hvað kem­ur af smá­laxi ári síðar. Þetta eru þær aðstæður sem mæta göngu­seiðunum þegar þau koma á upp­eld­is­svæðið. Ein­föld töl­fræði í þessu skýr­ir mjög mikið. Þessi sjáv­ar­hiti í júlí skýr­ir um 50% af breyt­ing­um í smá­laxa­veiðinni. Bara þessi ein­falda mæl­ing seg­ir okk­ur mjög mikið. Við tök­um þess­ar yf­ir­borðsmæl­ing­ar sjáv­ar frá NOAA Banda­rísku veður­fræðistofn­un­inni.“

Axel Freyr Eiríksson með smálax úr Norðurá frá því í …
Axel Freyr Eiríksson með smálax úr Norðurá frá því í byrjun júní. Á bak við hann sést Laxfoss og það mikla vatnsmagn sem var framan af sumri. Nú er Norðuráin komin í grjót og veiði erfið eftir því. Ljósmynd/Brynjólfur

Og áfram vitnum við í þessa frétt frá 16. apríl í vor.

Sig­urður nefn­ir sem dæmi að mæl­ing á sjáv­ar­hita á þess­um slóðum 2021 hafi sýnt meðal yf­ir­borðshita í júlí upp á 10,5 gráður. Smá­lax­inn sem gekk í árn­ar á Vest­ur­landi í fyrra gekk í þenn­an sjáv­ar­hita sem seiði 2021. Eins og menn muna þá var smá­lax­inn ekki neitt sér­stak­ur í fyrra og víða voru ör­lax­ar, eða minni fisk­ar en við vilj­um sjá. „Þegar við fáum þessi bestu ár, eins og 2013, 2008 og 2010 þá hef­ur meðal­hit­inn í júlí verið 11,5 til 12 gráður.
Þó að þetta hreyf­ist ekki mikið til þá ríður þetta ein­fald­lega baggamun­inn. Það verður miklu meira úr fisk­in­um sem fer til sjáv­ar þegar hita­stigið er hærra. Það er meiri fæða og vaxt­ar­hraðinn er meiri. Það kem­ur vænni fisk­ur en venju­lega og það kem­ur meira af hon­um. Eina veru­lega und­an­tekn­ing­in frá þessu eru göngu­seiðin 2019, eða smá­lax­inn 2020. Þau fóru út í góðan sjáv­ar­hita en skiluðu mjög litlu. Horf­urn­ar fyr­ir sum­arið í sum­ar eru lak­ari en í fyrra ef við horf­um til sjáv­ar­hita,“ Svo mörg voru þau orð hjá Sigurði Má. Þessi vel rökstuddu varnaðarorð gleymdust eðlilega fljótt þegar byrjanir voru góðar í mörgum ám. En hvað segir sami fiskfræðingur nú þegar sumarið er langt gengið?
Vöxtur smálaxa í Norðurá. Síðasta súlan sýnir að vöxturinn er …
Vöxtur smálaxa í Norðurá. Síðasta súlan sýnir að vöxturinn er áþekkur því sem var árin 2012, 2014 og 2016. Sjávarhiti og seltumagn á fæðuslóð er greinilega afar mikilvægur þáttur. Sigurður Már hvetur veiðifólk til að vera duglegt að taka hreistursýni. Ljósmynd/SME

„Ég hef tekið hreistursýni af löxum í Norðurá í sumar og þar sést að það er slakur vöxtur í þessum árgangi. Mér finnst þetta einna helst minna á árin 2012 og 2014, sem margir muna sem afar slök ár.

Sigurður Már segir að líklegt sé að  fiskurinn á Borgarfjarðarsvæðinu sé kominn og að ekki sé von á frekari göngum á því svæði. Öðru mál gegni um Vestanvert landið og nefnir hann sérstaklega Laxá í Dölum og aðrar ár þar sem fiskur geti hinkrað með göngu vegna vatnsleysis sem hrjáir margar ár á landinu þessa dagana.

Hann segir að búast megi aukinni veiði ef veðrabreytingar verða en ljóst sé orðið að þetta sumar verði vel undir meðallagi úr því sem komið er.

Þar sem veiðin í Borgarfirði er afar stór hundraðshluti heildarveiði á landinu er ljóst að sumarið í sumar verður töluvert undir meðallagi, eins og Sporðaköst hafa reyndar þegar bent á.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert