Rólegheit eru yfir laxveiðinni enn eina vikuna. Nýjar vikurtölur sem birtust í gær á angling.is staðfesta það. Sem fyrr eru það Selá og Hofsá sem eru gefa betri veiði en á sama tíma í fyrra. Þá er Haffjarðará einnig á góðu róli í samanburði milli ára.
Báðar Rangárnar eru nú komnar í þriggja stafa tölu en eru langt undir því sem þær voru að gefa í fyrra. Jökla er einungis með fjögurra laxa veiði í vikunni 2. – 9. ágúst og stafar það af því að hún er komin á yfirfall og verður kolmórauð og óveiðanleg. Þá tekur við veiði í hliðarám sem hefur síðustu ár verið dræm.
Það verður veiðiveisla í einhverjum ám á komandi vikum. En til þess að það gerist þarf að gera gjörningaveður með mikilli rigningu. Sem stendur er slíkt veður ekki í kortunum og veðurkortin eru uppfull af sólarmerkjum en rigningardropar sjást ekki. Vatnavextir eru nauðsynlegir til að veiðin glæðist á ný. Þá mun fiskurinn færa sig og jafnvel leggja í að ganga í annars vatnslitlar ár. Það mun gefa góða veiði þegar það loksins gerist. Fram að því eru það bara smáar flugur og nýta morgnana vel.
Þessar eru aflahæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veiddur og miðast sú tala við 9. ágúst. Í dálki tvö er svo vikuveiðin. Þriðji dálkurinn, innan sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 10. ágúst. Tölur fyrir þennan lista yfir tíu aflahæstu árnar eru fengnar af vef Landssambands veiðifélaga, angling.is og einnig af angling iq appinu þar sem rafræn skráning á veiðinni fer fram. Upplýsingar um stöðuna í fleiri ám má nálgast á báðum þessum síðum. Elliðaárnar fengu að fljóta með en margar fréttir hafa verið gerðar í sumar um mikla laxagengd í ána. Það er ekki að skila sér í veiðitölum. Ekki enn allavega.
Ytri-Rangá og 1.419 334 (2.090)
vesturb. Hólsár
Eystri-Rangá 1.170 246 (1.694)
Þverá/Kjarrá 829 88 (1.068)
Norðurá 719 61 (996)
Selá í Vopnafirði 688 162 (637)
Miðfjarðará 680 124 (837)
Urriðafoss 661 -- (849)
Haffjarðará 642 85 (635)
Hofsá 623 108 (498)
Jökla 433 4 (520)
Langá á Mýrum 433 36 (650)
Elliðaárnar 419 44 (581)
Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |