Þröstur með plan B vegna yfirfalls

Stuðlagil er í Jöklu og hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. …
Stuðlagil er í Jöklu og hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Nú er Jökla kolmórauð og óveiðandleg en gilið er á sínum stað. Ljósmynd/mbl.is

Þröstur Elliðason á rekur félagið Strengir ehf sem leigir laxveiðiána Jöklu er nú að undirbúa mótvægisaðgerðir til að geta mætt því að Jökla verður óveiðanleg þegar veiðitímabilið stendur sem hæst.

Í ár fór Jökla á yfirfall 1. ágúst og er það með allra fyrsta móti. Síðari ár hefur það þó gerst í tvígang 5. ágúst. Þetta er árlegt áfall fyrir Þröst sem reynir að reka Jöklu sem topp laxveiðiá. Það er huggun harmi gegn að meðaltalið er síðla ágúst þegar horft er til nokkurra ára með yfirfallið.

Veitt ofarlega í Kaldá. Hún gæti fyllst af laxi næsta …
Veitt ofarlega í Kaldá. Hún gæti fyllst af laxi næsta sumar. Ljósmynd/Strengir

„Þetta er ekki auðvelt og þegar hún fer á yfirfall þá verður hún óveiðanleg. Þegar það gerist þá bjóðum við mönnum að veiða hliðarárnar og hafa fyrstu laxarnir veiðst þar nú þegar. Ég hef rætt við Landsvirkjun vegna þessarar stöðu en þar er ekkert hægt að gera og veðrátta ræður þar mestu.“

En hvað er til ráða?

„Ég er með plön um mikla aukningu  seiðasleppingar í hliðarárnar. Kaldá, Laxá og Fögruhlíðará. Þannig var upphafið að þessu ævintýri fyrir austan. Við vorum að sleppa í þessar ár og Jökla var ekki inni í myndinni til að byrja með. Svo breyttist þetta og við hófum sleppingar í Jöklu og þar er nú orðinn sjálfbær stofn. Með þessum sleppingum vonumst við til að halda Jöklusvæðinu á lífi hvað sem yfirfalli líður,“ upplýsti Þröstur í samtali við Sporðaköst.

Þegar yfirfallið brast á var veiðin búin að vera fín. Um það sagði Þröstur. „Þegar það gerðist höfðu veiðst 425 laxar á samtals 282 stangardögum, það gerir að meðaltali 1,5 lax á hverja einustu stöng hvern einasta dag sem hægt var að veiða. Fáar ár geta státað af betri veiði og hvað þá með jafn gott stórlaxahlutfall, en alls veiddust tólf laxar sem voru 90 plús sentímetrar."

Fyrstu sleppingar í hliðarárnar voru í vor og verður athyglisvert að sjá hvernig til tekst næsta sumar. Verði yfirfallið seint næsta sumar gæti líka orðið mikil veisla þar eystra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert