Fengu ekki pössun í veiðitúrinn

Kátar mæðgur með laxinn úr Korpu. Hafdís Þóra fékk laxinn …
Kátar mæðgur með laxinn úr Korpu. Hafdís Þóra fékk laxinn í Blika. Hrafntinna Yrsa var að fara í sinn þriðja Korputúr á tveimur árum. Ljósmynd/Einar Margeir

Það eru ekki mörg tveggja ára börn sem hafa farið í þrjá veiðitúra í Korpu. Þetta upplifði hún Hrafntinna Yrsa þó á dögunum. Foreldrar hennar, sem eru mikið veiðiáhugafólk áttu dag í Korpu og pössun var ekki í boði fyrr en á seinni vaktinni. Hrafntinna var að sjálfsögðu drifin með og er það ekki í fyrsta skipti.

„Já. Hún er orðin alvön. Kom í fyrsta skipti með okkur þegar hún var sex vikna gömul og einmitt í Korpu. En þetta var gæða fjölskyldustund og Hafdís Þóra mamma Hrafntinnu fékk lax bara mjög fljótlega eftir að við byrjuðum,“ sagði glaðhlakkalegur Einar Margeir Kristinsson eftir veiðiferðina með mæðgunum.

Einar Margeir með Hrafntinnu í vagninum fyrir tveimur árum. Ef …
Einar Margeir með Hrafntinnu í vagninum fyrir tveimur árum. Ef að ekki fæst pössun þá er eina leiðin að taka börnin með. Jafnvel þó að þau séu bara sex vikna eins og var í þessu tilfelli. Ljósmynd/Hafdís

Þau voru sannarlega að njóta blíðunnar sem leikið hefur um höfuðborgina síðustu daga. Laxinn fékk mamman í veiðistaðnum Blika og var það sá eini sem veiddist í Korpu þann daginn. Einar Margeir fékk reyndar lúsugan lítinn sjóbirting en þar með var ævintýrið upp talið hvað varðar veiðina.

Þessi litla laxveiðiá í höfuðborginni, Úlfarsá eða Korpa eins og flestir kalla hana hefur gefið ríflega hundrað laxa í sumar og eitthvað af silungi. Langflestir laxar hafa veiðst þar á maðk eða ríflega þriðji hver fiskur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert