Biðin eftir rigningu dregst á langinn

Ingvi Örn og Ari Hermóður með hrygnu úr Grástraumi sem …
Ingvi Örn og Ari Hermóður með hrygnu úr Grástraumi sem tók hjá þeim fyrrnefnda rauða Frances hexacone. Sá síðarnefndi landaði svo verklegum hæng á sama stað. Laxá er að skila mun betri veiði í sumar en síðustu ár. Ljósmynd/Laxá í Aðaldal

Enn ein vikan er að baki í laxveiðinni. Hún var róleg enda halda bæði menn og laxar niðri í sér andanum og bíða rigningar, í það minnsta á stórum hluta landsins. Spáð var úrhelli á þeim svæðum sem hvað þurrust hafa verið í sumar. Átti sú rigning að byrja í dag en virðist hafa gufað upp í kortunum, eins og oft áður í sumar. Enn þarf því að bíða.

Veiðitölur vikunnar fyrir vikuna 9. til 16. ágúst voru birtar í dag á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is. Litlar breytingar eru á listanum og Rangárnar tróna á toppnum. Athyglisverðast er að skoða tölur yfir vikuveiðina og samanburð við hver veiðin var í öllum þessum ám á sama tíma í fyrra. Rétt er að hafa í huga við þann samanburð að árið 2022 var bara meðalár þegar kemur að veiði.

Báðar Rangárnar voru á þessum tíma í fyrra komnar yfir tvö þúsund laxa og sú Ytri í 2.500. Þá voru tvær af náttúrulegu laxveiðiánum komnar yfir þúsund. Bæði Norðurá og Þverá/Kjarrá. Miðfjarðará var rétt undir þúsund. Það er tæpast að fara að gerast fyrr en undir lok ágúst að þessar ár komist í þúsund laxa.

Jákvæðu fréttirnar á listanum er að sjá Selá í Vopnafirði komna í fjórða sætið með mun meiri veiði en í fyrra. Þá er Haffjarðará á góðu róli með betri veiði en í fyrra. Óvæntustu tíðindin má hins vegar sjá í ellefta sæti listans þar sem Laxá í Aðaldal hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt í sumar og er komin með mun meiri veiði en á sama tíma í síðustu tvö ár.

Þessar eru afla­hæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veidd­ur og miðast sú tala við 16. ágúst. Í dálki tvö er svo viku­veiðin. Þriðji dálk­ur­inn, inn­an sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 17. ágúst. Töl­ur fyr­ir þenn­an lista yfir tíu afla­hæstu árn­ar eru fengn­ar af vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is og einnig af angling iq app­inu þar sem ra­f­ræn skrán­ing á veiðinni fer fram. Upp­lýs­ing­ar um stöðuna í fleiri ám má nálg­ast á báðum þessum síðum. 

Við bættum reyndar við ellefta sætinu þessa vikuna þar sem þær ánægjulegu fréttir birtast þar að Laxá í Aðaldal er komin í ellefta sætið, aðeins átta löxum á eftir Langá á Mýrum og nokkuð ljóst að þær hafa sætaskipti í næstu viku ef ekki rignir.

Ytri-Rangá og      1.781        362       (2.507)

vest­urb. Hóls­ár 

Eystri-Rangá       1.426        256      (2.074)

Þverá/​Kjar­rá        890           61        (1.151) 

Selá í Vopnafirði   819          131         (751) 

Miðfjarðará          791          111         (985)

Norðurá               752           33        (1.099)

Haffjarðará          723            81        (685)

Hofsá                  727           104        (821)

Laxá á Ásum         476            --         (611)

Langá á Mýrum     458            25        (697)

Laxá í Aðaldal       450            --         (285)   

Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert