Annar „pönnukökulax“ í Ytri-Rangá

Arnór Ísfjörð með lax númer tvö þúsund úr Ytri-Rangá. Þessi …
Arnór Ísfjörð með lax númer tvö þúsund úr Ytri-Rangá. Þessi fékkst á Rangárflúðum og tók hann Sunray. Með honum er leiðsögumaðurinn Pétur Steinar Jóhannsson sem var Arnóri til halds og trausts. Ljósmynd/IO

Undir lok veiðitímans í kvöld rölti Arnór Ísfjörð sér í makindum niður á Rangárflúðir. Hann er að veiða í Ytri-Rangá en það er sú laxveiðiá sem gefið hefur flesta laxa í sumar. Arnór sem tók sér nafnið Laxfjörð um tíma er mikill áhugamaður um laxveiði og fær hreinlega ekki nóg af því að veiða.

Fljótlega setti hann í lax og þreytti hann og landaði. Hann gat ekki ímyndað sér að hann væri með verðlaunafisk. En það var einmitt raunin. Grannt var fylgst með gangi mála í veiðihúsinu enda var stutt í að lax númer tvö þúsund í sumar kæmi á land. Þegar betur var að gáð og Harpa Hlín Þórðardóttir hjá Iceland Outfitters sem rekur Ytri-Rangá var búin að fara yfir tímasetningar og fjölda laxa kom í ljós að Rangárflúða laxinn hans Arnórs var fiskur númer tvö þúsund.

Samstundis var hrært í pönnukökur og viðstöddum boðið upp á þær veitingar. Þetta er annar „pönnukökulaxinn“ í Ytri, því sá siður hefur komist á þar í sveit að baka pönnukökur þegar lax stendur á þúsundinu.

Sporðaköst óska Arnóri til hamingju með laxinn og vonar að pönnukökurnar hafi bragðast vel.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert