Ber á laxadauða í Kjósinni vegna þurrka

Dauðir laxar hafa fundist á fossasvæðinu í Laxá í Kjós. …
Dauðir laxar hafa fundist á fossasvæðinu í Laxá í Kjós. Langvarandi þurrkar og fordæmalausar aðstæður leiddu til þess að vatnshiti mældist yfir 25 gráður fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Miklir þurrkar og hitar hafa leikið Laxá í Kjós illa undanfarið eins og aðrar ár á Vesturlandi. Hefur ástandið orðið svo slæmt að borið hefur á laxadauða, en sem komið er hefur fjöldinn ekki verið mikill. Haraldur Eiríksson leigutaki árinnar hefur verulegar áhyggjur af stöðunni.

„Það spila saman nokkrar ástæður. Við höfum ekki fengið rigningu í 52 daga og vatnið hjá okkar er orðið súrefnislítið. Áin hefur verið mjög heit í langan tíma og hæstan hef ég séð vatnshitann fara í 25,3 gráður þann 13. ágúst síðastliðinn. Áin er vöktuð með mælum frá fyrirtækinu Vatngsgæðum og því mjög auðvelt að fylgjast með stöðunni. Ofan á þetta bætist að það er ótrúlega mikið af laxi á neðri hluta árinnar. Þegar kannski þrjú hundruð laxar eru saman komnir í hyl þá einfaldlega verður skortur á súrefni,“ upplýsti Haraldur í samtali við Sporðaköst.

93 sentímetra hængur sem freistaði þess að stökkva Laxfoss. Hann …
93 sentímetra hængur sem freistaði þess að stökkva Laxfoss. Hann endaði á klöppum neðan fossins enda er hann illgengur stærri fiskum í svo litlu vatni. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

„Þetta eru rétt um 20 laxar og sjóbirtingar sem við höfum þurft að taka dauða úr ánni undanfarnar fjórar vikur. Þetta hefur farið sérstaklega illa í stærri fiskinn sýnist mér.“

Í Noregi hafa menn verið að glíma við þurrka og hita mörg undanfarin ár og þar tala menn um að ef vatnshiti nær 24 gráðum þá sé það ávísun á laxadauða. Hér á landi er fáheyrt að vatnshiti í laxveiðiá fari í slíkar hæðir eins og Haraldur greinir frá.

Hér má sjá hitastig Laxár í Kjós fyrr í þessum …
Hér má sjá hitastig Laxár í Kjós fyrr í þessum mánuði. 25,3 gráður skráði mælirinn. Þá er lífið orðið erfitt fyrir laxinn. Ljósmynd/Vatnsgæði

Fram til þessa er fjöldi laxanna sem hefur drepist rétt innan við tuttugu en Haraldur fór einmitt um alla ána í gær og veiddi upp þrjá fiska sem voru dauðir á klöppununum á fossasvæði árinnar. Þessir laxar eru að reyna að komast fossana en enda í sjálfheldu í litlum kötlum í berginu.

„Það er meira af fiski í Laxá en í fyrra þegar hún skilaði um 1100 laxa veiði. Nú hafa veiðst 244 laxar í Kjósinni og er það innan við helmingur af því sem var á sama tíma í fyrra. „Ég veit ekki hvernig þetta fer. Það er engin rigning í kortunum hér hjá okkur. Rigningaáttin okkar er Suð–Austanátt en hún hefur bara ekki verið í boði frá því í vor. Auðvitað finnst manni þetta grátlegt því með rigningu myndi ástandið ekki bara batna heldur gefa okkur frábæra veiði því leiðsögumennirnir áætla að um tvö þúsund laxar séu á svæðinu frá Kríueyri og niður úr.“

Hálsármót á svæði fjögur í Kjósinni. Þarna er hægt að …
Hálsármót á svæði fjögur í Kjósinni. Þarna er hægt að fara yfir á strigaskóm. Ekki hefur rignt í Kjósinni í 52 daga. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Haraldur og hans fólk getur lítið annað gert en beðið og vonað að rigni sem fyrst. Þegar veðurspár eru skoðaðar getur verið von til að rigni í Kjósinni um næstu helgi en það hefur hins vegar gerst nokkrum sinnum upp á síðkastið að rigninu er spáð en svo gufar hún upp í spánum þegar nær líður.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert