Hnúðlax er nú bókaður í flestum laxveiðiám á landinu. Þegar rýnt er í angling iQ appið sem heldur utan um rafrænar veiðibækur má sjá að staðan var þessi í gær. Sporðaköst bæta svo við þeim fiskum sem vitað er um og hafa verið gerðar fréttir um. Óvíst er hversu mikið einstaka ár leggja upp úr að bók þessa fiska og sjálfsagt er það misjafnt milli vatnasvæða. Gaman væri að fá frekari upplýsingar frá veiðimönnum um ár og vatnasvæði sem ekki eru nefnd í listanum hér að neðan.
Fögruhlíðará 6
Hafralónsá 7
Haukadalsá 10
Hofsá 20
Hofsá (sil) 1
Hrútafjarðará 27
Hítará 6
Húseyjarkvísl 3
Jökla 1
Langá 1
Laxá í Aðaldal 11
Leirvogsá 3
Miðfjarðará í
Bakkafirði 36
Miðfjarðará 8
Norðfj.á 2
Norðurá 1
Sandá 6
Selá 9
Selá í
Steingrímsfirði 1
Sog Bíldsfell 3
Staðará í
Steingrímsfirði 9
Straumar 5
Tungufljót 2
Vatnasvæði
Lýsu 2
Vatnsdalsá í
Vatnsfirði 14
Víðidalsá 7
Þverá 1
Vinsamlegast sendið upplýsingar um hnúðlaxa á netfangið eggertskula@mbl.is
Veiðimenn hafa verið duglegir að senda upplýsingar um fleiri ár þar sem hnúðlax hefur verið staðfestur. Við bætum þeim jafn óðum inn á listann.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |