Sex ár með um eða yfir 100 laxa viku

Emily og Ben alsæl með lax sem þau veiddu í …
Emily og Ben alsæl með lax sem þau veiddu í Ytri-Rangá um mánaðamótin. Ytri var með langbestu veiðina í síðustu viku. Ljósmynd/IO

Það er nokkrar ár að gefa ágæta veiði þrátt fyrir vatnsleysi og þurrka víða. Af náttúrulegu laxveiðiánum voru fjórar í kringum hundrað laxa veiði og þær systur í Vopnafirði, báðar voru með vel ríflega hundrað laxa, eins og sést á listanum hér fyrir neðan. Miðfjarðaráin stendur fyrir sínu og gaf rúmlega hundrað laxa í síðustu viku. Þverá/Kjarrá átti þokkalega viku og var með tæplega hundrað laxa.

Hafbeitarárnar, í Rangárþingi er báðar með miklu minni veiði en í fyrra. Er munurinn að nálgast þúsund laxa í báðum ám. Eystri–Rangá gaf þannig ekki nema 158 laxa í síðustu viku.

Norðurá er fallin niður í áttunda sæti með aðeins 21 lax í síðustu viku. Hins vegar kemst Laxá í Aðaldal inn á listann í tíunda sæti en 54 laxa vika skilar henni í tíunda sæti. Um tvö hundruð fleiri laxar eru komnir þar á land en á sama tíma í fyrra. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla unnendur Laxár.

Yfirstandandi vika lítur vel út og langþráðar rigningar gætu hleypt lífi í veiðina. Margir krossa fingur og vona að veðurspár sem lofa slíku kraftaverki gangi eftir.

Þessar eru afla­hæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veidd­ur og miðast sú tala við 23. ágúst. Í dálki tvö er svo viku­veiðin. Þriðji dálk­ur­inn, inn­an sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 24. ágúst. Töl­ur fyr­ir þenn­an lista yfir tíu afla­hæstu árn­ar eru fengn­ar af vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is og einnig af angling iq app­inu þar sem ra­f­ræn skrán­ing á veiðinni fer fram. Upp­lýs­ing­ar um stöðuna í fleiri ám má nálg­ast á báðum þessum síðum. 

Ytri-Rangá og      2.159        378       (3.021)

vest­urb. Hóls­ár 

Eystri-Rangá       1.584        158      (2.368)

Þverá/​Kjar­rá        983           93        (1.244) 

Selá í Vopnafirði   951          132        (892) 

Miðfjarðará          898          107        (1.113)

Hofsá                  847           120        (935)

Haffjarðará          789            66        (722)

Norðurá               773           21        (1.099 m/v 17/8 2022)

Laxá á Ásum        515            39         (695)

Laxá í Aðaldal       504            54         (310)

Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert