Það er nokkrar ár að gefa ágæta veiði þrátt fyrir vatnsleysi og þurrka víða. Af náttúrulegu laxveiðiánum voru fjórar í kringum hundrað laxa veiði og þær systur í Vopnafirði, báðar voru með vel ríflega hundrað laxa, eins og sést á listanum hér fyrir neðan. Miðfjarðaráin stendur fyrir sínu og gaf rúmlega hundrað laxa í síðustu viku. Þverá/Kjarrá átti þokkalega viku og var með tæplega hundrað laxa.
Hafbeitarárnar, í Rangárþingi er báðar með miklu minni veiði en í fyrra. Er munurinn að nálgast þúsund laxa í báðum ám. Eystri–Rangá gaf þannig ekki nema 158 laxa í síðustu viku.
Norðurá er fallin niður í áttunda sæti með aðeins 21 lax í síðustu viku. Hins vegar kemst Laxá í Aðaldal inn á listann í tíunda sæti en 54 laxa vika skilar henni í tíunda sæti. Um tvö hundruð fleiri laxar eru komnir þar á land en á sama tíma í fyrra. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla unnendur Laxár.
Yfirstandandi vika lítur vel út og langþráðar rigningar gætu hleypt lífi í veiðina. Margir krossa fingur og vona að veðurspár sem lofa slíku kraftaverki gangi eftir.
Þessar eru aflahæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veiddur og miðast sú tala við 23. ágúst. Í dálki tvö er svo vikuveiðin. Þriðji dálkurinn, innan sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 24. ágúst. Tölur fyrir þennan lista yfir tíu aflahæstu árnar eru fengnar af vef Landssambands veiðifélaga, angling.is og einnig af angling iq appinu þar sem rafræn skráning á veiðinni fer fram. Upplýsingar um stöðuna í fleiri ám má nálgast á báðum þessum síðum.
Ytri-Rangá og 2.159 378 (3.021)
vesturb. Hólsár
Eystri-Rangá 1.584 158 (2.368)
Þverá/Kjarrá 983 93 (1.244)
Selá í Vopnafirði 951 132 (892)
Miðfjarðará 898 107 (1.113)
Hofsá 847 120 (935)
Haffjarðará 789 66 (722)
Norðurá 773 21 (1.099 m/v 17/8 2022)
Laxá á Ásum 515 39 (695)
Laxá í Aðaldal 504 54 (310)
Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |