Hnúðlax að hrygna í fjölmörgum ám

Nýr íslenskur veruleiki. Þessi hnúðlax veiddist í Geithellnaá í dag. …
Nýr íslenskur veruleiki. Þessi hnúðlax veiddist í Geithellnaá í dag. Að sögn veiðimanns sem var staddur þar var áin bókstaflega full af hnúðlaxi. Sporðaköst hafa fengið staðfest að hnúðlax hefur veiðst í á fjórða tug áa í sumar. Þær eru mun fleiri þegar allt er talið. Ljósmynd/Aðsend

Sífellt kemur betur í ljós að mikið magn af hnúðlaxi hefur gengið í ár á Íslandi í sumar og er nú að undirbúa hrygningu og á sumum stöðum að hrygna. Eftir að Sporðaköst óskuðu eftir upplýsingum, frá veiðimönnum og leigutökum um hnúðlax hafa fjölmargir haft samband og ljóst er að hnúðlax er um allt og víða tala menn um torfur af þessum framandi fiski fyrir íslenska náttúru.

Sporðaköst birtu lista um daginn yfir ár þar sem hnúðlax er staðfestur. Þann lista má sjá uppfærðan neðst í fréttinni. Listinn byggir á upplýsingum frá angling iQ og tilkynningum frá veiðimönnum og leigutökum.

Það er ljóst að hnúðlaxinn er búinn að ná uggafestu á Íslandi og að hann verður hér til frambúðar. Í það minnsta er ljóst að næsta kynslóð hans sem mun vitja heimastöðva sumarið 2025 gæti orðið stór og í nær öllum ám. Ekki bara í þekktum laxveiðiám heldur einnig í smærri ám og minna þekktum.

Hnúðlax úr Sléttuá. Þessi veiddist á stöng. Síðan var dregið …
Hnúðlax úr Sléttuá. Þessi veiddist á stöng. Síðan var dregið á hylinn og þá náðust aðrir fimm. Ljósmynd/Marinó H. Svavarsson

Lífsferill hnúðlaxins er ólíkur Atlantshafslaxinum enda hnúðlax ættaður í Kyrrahafinu. Hann hrygnir mun fyrr en okkar lax og seiðin þroskast fljótt og ganga afar smávaxin til sjávar. Þau dvelja tvö ár í sjó og íslenskir hnúðlaxar ganga í heimaána sína sumarið 2025.

Í sumum ám eru ekki bókaðir hnúðlaxar og menn vilja ekki af þeim vita. Jafnvel eru dæmi um það að menn hafi þurrkað út slíkar bókanir. Það verður að teljast vafasöm nálgun því væntanlega er keppikefli fyrir alla að kortleggja útbreiðsluna.

Á listanum hér að neðan eru 35 ár. Það eru allt ár sem staðfest er að veiðst hefur hnúðlax í. Þó að opinbera tala sé til dæmis tveir hnúðlaxar þá er jafnvel miklu meira á bakvið þá tölu. Gott dæmi um það er Geithellnaá í nágrenni Djúpavogs. Þar eru Sporðaköst með skráða tvo hnúðlaxa. Veiðimaður sem var þar í dag sagði að áin væri „stútfull“ af hnúðlaxi og að í neðsta hylnum væru að minnsta kosti hundrað slíkir og að þeir væru að hrygna.

Miðað við þessar upplýsingar þá er hnúðlaxinn kominn til að vera.

Árnesá í Trékyllisvík              9

Bjarnafjarðará                      7

Búðardalsá                           3

Eyjafjarðará                        20

Fjarðará Seyðisfirði               1

Fnjóská                                4

Fögruhlíðará                         6

Geithellnaá                           2

Gljúfurá í Borgarf.                 1

Hafralónsá                            7

Hamarsá í Hamarsfirði           3

Haukadalsá                         12

Héðinsfjarðarvatn/á             21

Hofsá                                  20

Hofsá (sil)                            1

Hrútafjarðará                      31

Hítará                                  6

Húseyjarkvísl                       5

Jökla                                   1

Langadalsá                          1

Langá                                  1

Laxá í Aðaldal                     11

Leirvogsá                             3

Miðfjarðará í  Bakkafirði       62

Miðfjarðará                          8

Norðfjarðará                        2

Norðurá                              1

Sandá                                 6

Selá                                    9

Selá í Steingrímsfirði            1

Selfljót                                3

Sléttuá í Reyðarfirði             6

Sog Bíldsfell                        3

Staðará í Steingrímsfirði       9

Straumar                            5

Svarfaðardalsá                    2

Tungufljót                           3

Vatnasvæði Lýsu                 2

Vatnsdalsá í Vatnsfirði        20

Vatnsdalsá                          3

Víðidalsá                            7

Ytri-Rangá                          2

Þverá                                 1

Vinsamlegast sendið upplýsingar um hnúðlaxa á netfangið eggertskula@mbl.is.

Uppfært kl. 19:50

Pétur Bjarnason, formaður veiðifélags landeigenda í Héðinsfirði sendi Sporðaköstum línu og greindi frá því að tuttugu hnúðlaxar hefðu veiðst í net í Héðinsfjarðarvatni í sumar. Hann sagði líklegt að mikið hefði gengið af hnúðlaxi því netaveiði væri lítið stunduð. Einn slíkur hefur veiðst í Héðinsfjarðaránni. Í gær kíkti hann í neðstu hylji árinnar og sá tvo hnúðlaxa.

Sömuleiðis fengum við ábendingu um að þrír hnúðlaxar hefðu verið bókaðir í Búðardalsá fyrr í mánuðinum. Sást til hnúðlaxatorfu neðarlega í ánni að hreinsa til fyrir hrygningu.

Nokkrir hnúðlaxar sáust í veiðistað númer hundrað í Gljúfurá í fyrradag og veiddist einn þar.

Veiðimenn í Árnesá í Trékyllisvík urðu varir við töluvert magn af hnúðlaxi í ánni í morgun og náðu þeir fjórum í net og 3 voru húkkaðir. Því til viðbótar fundu þeir tvo dauða á bakkanum.

Veiðimaður hafði samband og sendi okkur myndir af hnúðlöxum sem hann hafði landað í Fjarðará í Seyðisfirði 26. júlí og annan sem hann fékk fyrir viku í Ytri–Rangá. Honum var sagt að þetta væri annar sem veiddist þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert