Meintir „Patreksfirðingar“ veiðast víða

Laxinn sem veiddist í Hópinu í síðustu viku. Sporður er …
Laxinn sem veiddist í Hópinu í síðustu viku. Sporður er illa farinn og sömuleiðis allir uggar. Sýni hafa verið send til Hafró. Ljósmynd/Aðsend

Sífellt fjölgar tilvikum þar sem vart verður við laxa sem grunsemdir eru uppi um að séu eldislaxar, ættaðir frá Patreksfirði, þar sem stórfelld slysaslepping virðist hafa átt sér stað. Sá sem tilkynnti um fiskinn til Sporðakasta sagðist ekki efast um að þetta væri „Patreksfirðingur.“ Grunsamlegur fiskur veiddist í Hópinu í síðustu viku og eins og myndir sem Sporðaköst fengur sendar benda sterklega til þess að um eldislax sé að ræða. Sýni hafa verið send til sérfræðinga til að fá úr uppruna fisksins skorið.

Lax veiddist í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum og er talið næsta víst að um eldislax sé að ræða. Sá fiskur veiddist í Hvolshyl um sjö kílómetra frá ósnum. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar voru í næsta nágrenni og tók þeir fiskinn með sér til rannsóknar á honum.

Einn slíkur veiddist í Laxá í Dölum.

Sporðurinn bendir mjög til þess að þessi lax hafi verið …
Sporðurinn bendir mjög til þess að þessi lax hafi verið í eldi. Rannsókn mun leiða í ljós hvort þetta er Patreksfirðingur eða ekki. Ljósmynd/Aðsend

Í dag vakti NASF á Íslandi athygli á því að þrír laxar hefðu sést í laxateljaranum í Laugardalsá og bera þeir allir þess merki að vera eldislaxar. Á facebooksíðu NASF eru birtar myndir úr teljaranum og sjást á þessum fiskum mörg þau einkenni sem eldislaxar bera með sér. Rifnir uggar og skemmdur sporður svo eitthvað sé nefnt. Um þetta segir NASF;

Einn af þeim fiskum sem fóru í gegnum teljarann í …
Einn af þeim fiskum sem fóru í gegnum teljarann í Laugardalsá og virðast grunsamlegir. Ástæða er til þess fyrir veiðimenn að vera vel á verði. Ljósmynd/NASF

Ekki er ólíklegt að þessir laxar hafi átt heimkynni í netapokum Arctic Fish í Kvígindisdal í Patreksfirði, þar sem fyrir um viku síðan fundust tvö göt á kví sem í voru rúmlega 70 þúsund eldislaxar. Allar líkur eru á því að töluvert af fiski hafi sloppið, sem synda nú upp í hinar ýmsu ár landsins og stofna þar villtum laxastofnum í hættu. Staðan er því miður sú að slysasleppingar á eldislaxi úr sjókvíum er óhjákvæmilegur hluti þessa ósjálfbæra iðnaðar og endurspeglast það t.a.m. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun villts íslensks lax og eldislax af norskum uppruna. Eina leiðin áfram er að banna laxeldi í opnum sjókvíum!“

Þessi lax veiddist í Hvolsá fyrir nokkrum dögum. Hann er …
Þessi lax veiddist í Hvolsá fyrir nokkrum dögum. Hann er nú til rannsóknar hjá Hafró. Ljósmynd/SK

Það sem eykur grunsemdir manna í þessum tilvikum er að fiskurinn sem slapp úr kvíum í nágrenni Patreksfjarðar var talinn í kringum sex kíló og þeir fiskar sem grunsemdir beinast að eru af þeirri stærð. Fiskurinn í Hópinu var þannig sjö kíló og fiskurinn í Hvolsá var sex kíló. Fiskarnir sem sáust í teljaranum í Laugardalsá virðast líka vera af þessari stærð.

Ástæða er til að hvetja veiðimenn til að vera á varðbergi fái þeir laxa sem gætu verið ættaðir úr eldi og koma þeim þá til Hafrannsóknastofnunar. Fróðlegt verður að heyra hvað Hafró segir um þá fiska sem nú eru til rannsóknar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert