Eldislax hellist inn í laxveiðiárnar

Hrygnan sem veiddist í Miðfjarðará í morgun. Fiskurinn ber greinileg …
Hrygnan sem veiddist í Miðfjarðará í morgun. Fiskurinn ber greinileg merki þess að vera ættuð úr eldi og fellur í stærðarflokk með löxum sem sluppu úr sjókví nálægt Patreksfirði, á dögunum. Ljósmynd/Rafn Valur

Illa farnir, eldislaxar veiddust í Miðfjarðará í morgun og Vatnsdalsá síðdegis. Í Miðfirði sást annar fiskur sem grunur leikur á að sé eldislax og stökk hann í sama hyl. Eldislaxinn í Miðfirði var verulega særður og uggar mjög skemmdir. Fiskurinn var lúsugur og kominn töluvert upp í ána. Hann veiddist á veiðistað sem gengur undir nafninu TT og er um fjóra kílómetra frá sjó. 

Síðdegis veiddist í Vatnsdalsá grálúsug uggaskemmd hrygna sem Allt bendir til að sé eldislax. Hrygnan vigtaði rúm sex kíló. Grunur er uppi um að annar slíkur hafi veiðst í gærkvöldi.

„Þetta var áttatíu sentímetra langur fiskur, þannig að það passar við þessa eldisfiska sem sluppu úr kvíum við Patreksfjörð. Þetta er ógeðslegur fiskur og ég verð að viðurkenna það að ég var hreinlega fokvondur þegar ég sá þetta kvikindi.

Þetta er eitthvað svo ótrúlega geggjað. Maður er hér með stórkostlega laxveiðiá í bómull og gerir allt sem maður getur til að ganga vel um hana og lífríkið í henni. Svo eru bara hreinræktaðirterroristar við hliðina á manni og þeim er skítsama. Ofan á þessa stöðu kemur svo getuleysi íslenskra stjórnmálamann. Þeir eru tilbúnir að eyða milljónatugum í girðingar til að forðast að riðuveiki smitist milli landshluta. En þegar kemur að villta laxastofninum á Íslandi þá er fólki bara skítsama og stjórnmálamenn eru þar fremstir í flokki,“ sagði Rafn Valur Alfreðsson leigutaki Miðfjarðarár í samtali við Sporðaköst. Miðfjarðaráin er undanfarin ár búin að vera besta náttúrulega laxveiðiá landsins. Nú eru þar mættir eldislaxar af norskum uppruna þegar styttast fer í hrygningu. Hversu margir þeir eru eða í hve mörgum ám veit enginn. Enda er ekki vitað hversu margir fiskar sluppu úr kvínni í nágrenni Patreksfjarðar. Það sem er vitað er að fiskar sem voru í þeirri kví voru að meðaltali um sex kíló og hafa fiskar af þeirri stærð verið að veiðast á Vestur og NV landi síðustu daga. Grunsemdir um fjölmarga eldisfiska hafa skotið upp kollinum síðustu daga.

Fiskurinn sem veiddist í Vatnsdalsá fyrr í dag. Uggaskemmdir eru …
Fiskurinn sem veiddist í Vatnsdalsá fyrr í dag. Uggaskemmdir eru miklar og han vigtaði rúm sex kíló. Annar slíkur veiddist í gærkvöldi. Ljósmynd/Björn K. Rúnarsson

Björn K. Rúnarsson, leigutaki að Vatnsdalsá var viðstaddur þegar hinn meinti eldislax veiddist nú síðdegis. „Þetta er með hreinum ólíkindum. Maður er búinn að vera að heyra af þessum kvikindum síðustu daga. Það leynir sér ekki að þetta er lax ættaður úr eldi sem veiddist hér í Hnausastreng. Þetta eru bara hryðjuverk og enginn virðist ætla að gera neitt. Það eru kaldar kveðjur frá ríkisstjórninni sem þykist vera að taka á umhverfismálum og loftslagsvanda að láta svona framferði óáreitt. Þetta eru hryðjuverk gegn íslenskri náttúru að láta sjókvíaeldi viðgangast og getur riðið íslenska laxastofninum að fullu, en hann á í nægum vanda nú þegar,“ sagði Björn og var mikið niðri fyrir.

Hvort að þúsundir laxa sluppu eða hversu margir þeir eru, er ekki vitað. Eldismenn draga að venju úr mögulegum fjölda en nokkuð ljóst er að strokulaxar geta verið fjölmargir.

„Það er bara þannig að þegar menn eru í sjókvíaeldi, þá gerist þetta. Akkúrat þetta. Fiskur sleppur úr kvíunum og hvert fer hann? Upp í ár. Það segir sig sjálft. Þetta var alltaf að fara að gerast. Spurningin snerist um hvenær, ekki hvort.

Menn urðu reiðir í Miðfirði þegar þessi lúsuga eldishrygna veiddist …
Menn urðu reiðir í Miðfirði þegar þessi lúsuga eldishrygna veiddist í morgun. "Eru Vinstri græn bara græn á tyllidögum?" spyr Rafn Valur Alfreðsson. Ljósmynd/Rafn Valur

Það er náttúrulega bara þannig að ef laxastofnar í þessum ám erfðablandast og þetta fer allt á versta veg eins og er því miður yfirvofandi núna, þá eru þessar ár ónýtar og einskis virði,“ sagði Rafn Valur

Hvernig varð þér við Rafn þegar þú sást þennan fisk?

„Ég varð ógeðslega reiður. Það vissu allir að þetta var að fara að gerast. Stjórnmálamenn hafa ekki nennt eða þorað að taka á þessu og ábyrgðin er alfarið þeirra. Það er verið að skipa fólki að flokka rusl heima hjá sér og fylla alla garða af sorpílátum svo ekki fari sama plast eða pappi. En þegar kemur að norskum eldislaxi, þá má hann vera í sjónum í illa gerðum sjókvíum í næsta nágrenni við laxveiðiárnar okkar. Er ekki allt í lagi hjá þessu fólki? Mér finnst skrítið að þetta sé að gerast á vakt Vinstri grænna. Þau virðast bara vera græn á tyllidögum," sagði Rafn Valur og það var auðheyrt að honum var gróflega misboðið.

Skemmdir og rifnir sporðar eru algeng útlits einkenni hjá eldislöxum. …
Skemmdir og rifnir sporðar eru algeng útlits einkenni hjá eldislöxum. Þetta er Miðfjarðarár fiskurinn. Ljósmynd/Rafn Valur

Arctic Fish í nágrenni Patreksfjarðar á sjókvíarnar sem laxinn slapp úr. Strokufiskar hafa undanfarna daga fundist í Laxá í Dölum, Laugardalsá, Hvolsá og Staðarhólsá og í Hópinu og nú síðast í Miðfjarðará og Vatnsdalsá. Nokkrir þessara laxa eru komnir til Hafrannsóknastofnunar eða á leiðinni þangað og þá verður hægt að staðfesta uppruna þeirra.

Áhugavert væri að heyra frá veiðimönnum sem fá slíka fiska eða hafa grunsemdir um að þeir hafi séð slíka fiska. Vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið eggertskula@mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert