Gleðin breyttist í hrylling

Hrefna Rósa Sætran, Björn Árnason og Bertram Skuggi Björnsson Sætran …
Hrefna Rósa Sætran, Björn Árnason og Bertram Skuggi Björnsson Sætran með eldislaxinn sem þau veiddu á silungasvæði Víðidalsár í morgun. Hrefna var nýbúin á stjórnarfundi í IWF einmitt um strokulaxa, þegar maðurinn hennar veiddi þennan. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins (IWF) hélt stjórnarfund í morgun vegna mikilla og vaxandi áhyggja þar sem eldislaxar hafa verið að veiðast í laxveiðiám á vestanverðu landinu síðustu daga. Hrefna Sætran er stjórnarmeðlimur í sjóðnum. Hún var hins vegar stödd í árlegri fjölskylduferð á silungasvæðinu í Víðidalsá. Skömmu eftir að Hrefna kvaddi aðra stjórnarmenn fór maðurinn hennar, Björn Árnason að veiðistaðnum Neðri Laufásbreiðu og kastaði Sunray.

Hann fékk þessa líka rosalegu töku þar sem silfurbjartur lax kom nánast allur upp úr og tók Sunrayinn. „Við sáum öll að þetta var stór fiskur og vorum ekki alveg viss fyrst hvort þetta væri lax. Björn sá hann svo betur og bakugginn var svo lítill og illa farinn að hann efaðist um að þetta væri lax. En svo náðum við honum í háfinn. Við sáum eiginlega strax að þetta er eldislax. Þá breyttist gleðin í hálfgerðan hrylling,“ sagði Hrefna Rósa Sætran í samtali við Sporðaköst þegar við hittum hana við silungahúsið í Víðidalsá, skömmu eftir að þau höfðu landað hinum meinta eldislaxi.

Rifnir og skemmdir uggar eru dæmigerð einkenni strokulaxa sem hafa …
Rifnir og skemmdir uggar eru dæmigerð einkenni strokulaxa sem hafa verið í sjókvíum. Ljósmynd/Eggert Skúlason

„Við í stjórninni vorum einmitt búin að vera að ræða þetta í morgun að einn svona lax hefði veiðst í Svartá í morgun og í mörgum ám. Ég var sem sagt nýbúinn að vera að ræða þetta við aðra stjórnarmenn hvað þetta væri hræðilegt. Stuttu eftir samtalið sendi ég þeim svo mynd af þessum laxi sem virðist vera eldislax. Þetta er ótrúlegt.“

Hvað getum við gert?

„Hætta sjókvíaeldi. Hvað annað? Það er engin önnur ástæða en sjókvíaeldi fyrir því að þetta er að gerast. Það sjá allir.“

Skemmdur og illa farinn sporður er á fiskinum sem veiddist …
Skemmdur og illa farinn sporður er á fiskinum sem veiddist í Víðidalsá. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Finnst þér vera skilningur fyrir því í samfélaginu að þarna sé hætta á ferðum?

„Fólk er að verða meira meðvitað um þessa hættu en auðvitað eru líka margir sem eru ekkert að spá í þetta og vita kannski ekki út á hvað þetta gengur. Ég vona að þessi alvarlega staða sem nú er komin upp opni augu almennings.“

Er ekki svartasta sviðsmyndin sem til er að verða að veruleika?

„Því miður er það einmitt að gerast núna. Á nokkrum dögum höfum við séð mörg svona tilvik, þannig að þetta er hræðilegt. Ég sjálf ætlaði ekki að trúa þessu. Nýbúin að vera á stjórnarfundi um þessi mál og skömmu síðar er einn svona fiskur á bakkanum hjá okkur,“ sagði Hrefna í viðtali við Sporðaköst.

Hrefna Sætran hefur tekið þátt í herferð IWF eða Íslenska náttúruverndarsjóðsins um að hvetja fólk til að sniðganga lax úr sjókvíaeldi. Hrefna er landsþekktur matreiðslumaður og var hún í fríðum hópi okkar bestu kokka í maí þegar herferðin fór af stað. Fjölmargir veitingastaðir á Íslandi beinlínis auglýsa að þeir noti ekki eldisfisk úr sjókvíum. Sú herferð sem margir stjörnukokkar tóku þátt í vakti mikla athygli.

Maríulaxinn úr Svartá. Gleðin hvarf þegar í ljós kom að …
Maríulaxinn úr Svartá. Gleðin hvarf þegar í ljós kom að hann gæti verið ættaður frá Patreksfirði en ekki úr Húnavatnssýslum. Ljósmynd/aðsend

En þetta er ekki eina sagan af þessum toga úr Húnavatnssýslunum í morgun. Veiðimaður landaði maríulaxi í Hlíðarkvörn í Svartá, sem fellur í Blöndu. Gleðin var mikil en einungis í skamma stund. Laxinn reyndist bera öll einkenni eldislax. Svekkelsið tók við af gleðinni. 

Ánum sem meintir eldislaxar hafa veiðst í, fjölgar ört og hefur Hafrannsóknastofnun hvatt veiðimenn til að vera á varðbergi fyrir slíkum fiskum og gera viðvart.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka