Fjórar laxveiðiár með yfir þúsund laxa

Frá Selá í Vopnafirði. Hún er ekki bara falleg og …
Frá Selá í Vopnafirði. Hún er ekki bara falleg og stórbrotin á. Selá er í dag sú náttúrulega laxveiðiá sem gefið hefur flesta laxa, eða 1.058 og er það hátt í hundrað löxum meira en í fyrra. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Einungis þrjár af þeim tíu laxveiðiám sem gefið hafa flesta laxa eru með meiri veiði en á sama tíma í fyrra. Þessar þrjár eru Selá, Haffjarðará og Laxá í Aðaldal. Hinar sjö á listanum hafa gefið minni veiði en í fyrra og flestar þeirra mun minni veiði. 

Rigningin sem kom í liðinni viku glæddi veiði aðeins en einungis í stuttan tíma. Svo fór allt í sama farið. Norðurá er sennilega besta dæmið um þetta. Samkvæmt vikutölum á angling.is gaf Norðurá í síðustu viku 98 laxa sem er vissulega góð veiði þar á bæ á þessum tíma sumars. Síðastliðinn sunnudag veiddust 36 laxar í Norðurá og er það líkast til besti dagur sumarsins í henni. Þetta gerðist í kjölfar þess að áin hækkaði verulega og þegar rigningunni slotaði og áin sjatnaði á nýjan leik varð hörkuveiði. En það dugði skammt, því hún var fljót að fara í sama farið.

Fjórar ár hafa nú farið yfir þúsund laxa í sumar. Rangárnar eru báðar komnar vel yfir þúsund laxa, en þegar horft er til náttúrulegra laxveiðiáa má sjá að Selá og Þverá/Kjarrá eru báðar búnar að ná þeim áfanga og gerðu það í síðustu viku. Ljóst er að bæði Miðfjarðará og Hofsá munu fara yfir þúsund laxa en ólíklegt að þær verði fleiri. Þó gæti rigning og hagfellt veiðiveður í september gert stóra hluti í ám eins og Laxá í Kjós, Stóru–Laxá og Laxá í Dölum.

Laxá í Aðaldal heldur áfram á góðu róli og fór hún nú í níunda sætið með 58 laxa viku. Þar með fór hún upp fyrir Laxá á Ásum en vandséð er að hún fari hærra, þar sem nokkuð langt er í næstu á.

Báðar Rangárnar eru langt frá því sem þær höfðu gefið á þessum tíma í fyrra. Veiðin núna er átta hundruð löxum minni í Eystri og ríflega níu hundruð í Ytri. Hvert framhaldið verður í Rangárþingi er vandséð en maðkaopnun mun rífa þessar tölur upp. Hins vegar voru slíkar opnanir líka í fyrra, þannig að ólíklegt er að samanburður milli ára lagist mikið.

Þessar eru afla­hæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veidd­ur og miðast sú tala við 30. ágúst. Í dálki tvö er svo viku­veiðin. Þriðji dálk­ur­inn, inn­an sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 31. ágúst. Töl­ur fyr­ir þenn­an lista yfir tíu afla­hæstu árn­ar eru fengn­ar af vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is og einnig af angling iq app­inu þar sem ra­f­ræn skrán­ing á veiðinni fer fram. Upp­lýs­ing­ar um stöðuna í fleiri ám má nálg­ast á báðum þessum síðum. 

Ytri-Rangá og      2.352        192       (3.261)

vest­urb. Hóls­ár 

Eystri-Rangá       1.707        123       (2.522)

Selá í Vopnafirði  1.058          107       (977)

Þverá/​Kjar­rá       1.050          67        (1.290)  

Miðfjarðará          975           77        (1.207)

Hofsá                  909            62        (1.015)

Norðurá               871           98        (1.099 m/v 17/8 2022)

Haffjarðará          830            41        (774)

Laxá í Aðaldal       562            58         (330)

Laxá á Ásum        545            30         (723)

Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert