Lokaspretturinn hafinn í laxveiðinni

Guðmundur Þorsteinsson með fullvaxinn Víðidalsárhæng sem mældist 96 sentímetrar. Nú …
Guðmundur Þorsteinsson með fullvaxinn Víðidalsárhæng sem mældist 96 sentímetrar. Nú er tími þeirra stóru að renna upp. Ljósmynd/Þorsteinn Sæþór

Nú styttist í annan endann á laxveiðinni og stutt í að fyrstu árnar loki. Síðasta vika var sú fyrsta í langan tíma, í mörgum ám, þar sem aðeins rigndi. Þessi vatnsaukning skilaði sér misvel en ljóst að nokkrar ár nutu góðs af. Þannig skiluðu nokkrar ár á Vestanverðu landinu ágætri veiði. Miðfjarðará og Þverá/Kjarrá voru með yfir hundrað laxa viku og Norðurá gerir sig líklega til að komast í þúsund laxa á lokametrunum. Þar veiddust níutíu laxar í síðustu viku og er það önnur vikan í röð sem Norðurá er rétt undir hundrað löxum, eftir afskaplega dapran ágúst mánuð.

Athygli vekur hversu mikli minni veiði er í báðum Rangánum saman borið við veiðina i fyrra og munar þar orðið býsna miklu.

Sem fyrr eru það Selá, Haffjarðará og Laxá í Aðaldal sem eru að gera betur en í fyrra og sérstaklega vekur athygli að í Aðaldalnum er veiðin miklu meiri en á sama tíma í fyrra og lítur út fyrir að þetta verði besta ár þar síðan 2017.

Tekist á við stórlaxinn í Dalsárósi einum frægasta veiðistað á …
Tekist á við stórlaxinn í Dalsárósi einum frægasta veiðistað á Íslandi. Guðmundur var með hann í hátt í klukktíma. Ljósmynd/Þorsteinn Sæþór

Nú er runninn upp sá tími sem stóru hængarnir geta farið að gefa sig. Margir kalla þetta krókódílatíma þar sem hængarnir eru orðnir býsna verklegir í útliti. Með mikinn gogg og lítskrúðugir. Nokkrir slíkir hafa einmitt veiðst síðustu daga.

Þessar eru afla­hæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veidd­ur og miðast sú tala við 6. september. Í dálki tvö er svo viku­veiðin. Þriðji dálk­ur­inn, inn­an sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 7. september. Töl­ur í þessum lista yfir tíu afla­hæstu árn­ar eru fengn­ar af vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is og einnig af angling iq app­inu þar sem ra­f­ræn skrán­ing á veiðinni fer fram. Upp­lýs­ing­ar um stöðuna í fleiri ám má nálg­ast á báðum þessum síðum. 

Ytri-Rangá og      2.571        219       (4.037)

vest­urb. Hóls­ár 

Eystri-Rangá       1.874        167       (2.985)

Þverá/​Kjar­rá       1.169         119       (1.313)

Selá í Vopnafirði  1.138          80       (1.071)  

Miðfjarðará          1.089        114       (1.290)

Norðurá               961           90        (1.280)

Hofsá                  959            50        (1.097)

Haffjarðará          905            75        (817)

Laxá á Ásum        597            52         (779)

Laxá í Aðaldal       595            33         (351)

Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert