Tilkynnt um eldislaxa í sífellt fleiri ám

Eldislax sem veiddist á Vestbakka Hólsár í gær. Hér þarf …
Eldislax sem veiddist á Vestbakka Hólsár í gær. Hér þarf enga sérfræðinga til að staðfesta að um eldislax er að ræða. Uggaskemmdir eru miklar og sporður illa farinn. Fyrst hann er mættur á Suðurlandið er ljóst að allar ár eru undir. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Eldislaxar hafa verið að finnast í sífellt fleiri ám. Þannig veiddist einn slíkur á Vesturbakka Hólsár í gær, en það er hluti af Ytri-Rangár-vatnasvæðinu.

Stefán Sigurðsson rekstraraðili Ytri-Rangár segir þetta þann fyrsta sem vart verður við en hann óttast að þeir eigi eftir að verða fleiri.

Tilkynnt var um slíkan fisk í Hvolsá og Staðarhólsá í gær og eru þessir fiskar sem um ræðir með greinilegt eldisútlit.

Í nótt sáust tveir slíkir fiskar ganga í gegnum myndavélateljara í Langadalsá og er ljóst að umtalsvert magn af eldisfiski hefur gengið í hana og einnig í Laugardalsá.

Síðustu daga hefur verið stigmögnun í tilkynningum á eldislöxum en það kemur sjálfsagt mörgum á óvart að slíkur fiskur gangi í Ytri–Rangá sem á ósa á Suðurlandi. Ef þetta er fiskur sem á ættir að rekja til sleppingar úr kvíum í Patreksfirði má gera ráð fyrir að allar laxveiðiár á landinu geti átt á hættu að fá þessa óvelkomnu gesti til hrygningar.

Neðri fiskurinn ber greinileg merki þess að vera kominn úr …
Neðri fiskurinn ber greinileg merki þess að vera kominn úr eldi. Þessir veiddust í Hvolsá og Staðarhólsá. Ljósmynd/Bjarki Reynisson

Norskir og frjóir

Laxarnir sem sluppu frá Arctic Fish í Patreksfirði voru frjóir og líklegasta skýringin á því að þeir leita í ferskvatn er að þeir ætli sér að hrygna í viðkomandi á. Laxarnir eru af norskum uppruna.

Veiðifélög víða um land velta nú fyrir sér hvernig best sé að bregðast við þessum vágesti. Ýmsar hugmyndir eru til umræðu en lög um lax og silungsveiði takmarka mjög þá möguleika sem félögin hafa.

Nú styttist í að Hafrannsóknastofnun geti kveðið upp úr um þá fiska sem þegar hafa veiðst og verið sendir til þeirra til greiningar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert