Vilja láta loka laxastigum og framlengja veiðitíma

Einkennin eru augljós. Uggar og sporðar eru tættir og rifnir. …
Einkennin eru augljós. Uggar og sporðar eru tættir og rifnir. Fiskurinn er af stærðargráðunni 80 sentímetrar og mun nýlegri að sjá en aðrir laxar í ánni. Ljósmynd/Aðsend

Fiski­stofa hvet­ur veiðifé­lög til að loka laxa­stig­um og fram­lengja veiðitíma­bil til 15. nóv­em­ber. Hvoru­tveggja er liðir í björg­un­araðgerðum vegna þess um­hverf­is­slyss sem er staðfest þar sem þúsund­ir frjórra eld­islaxa sluppu úr sjókví­um við Pat­reks­fjörð. Lax­arn­ir eru í eigu Arctic Fish og eru af norsk­um upp­runa. Um er að ræða sex til sjö kílóa fiska.

Eft­ir funda­höld með Haf­rann­sókna­stofn­un, og Lands­sam­bandi veiðifé­laga hef­ur Fiski­stofa beint þeim til­mæl­um til veiðifé­laga að þau loki laxa­stig­um og jafn­framt að stang­veiðitíma­bil verði fram­lengt til 15. nóv­em­ber í þeirri viðleitni að finna og ná eld­islöx­un­um áður en þeir hrygna.

Feðgarnir Guðmundur Haukur Jakobsson og Jakob Þór Guðmundsson með eldislaxa …
Feðgarn­ir Guðmund­ur Hauk­ur Jak­obs­son og Jakob Þór Guðmunds­son með eld­islaxa úr laxa­stig­an­um í Blöndu. Sam­tals er búið að ná þar þrjá­tíu slík­um löx­um. Ljós­mynd/​Eggert Skúla­son

Fundað síðustu daga

Frek­ari aðgerðir eru nefnd­ar til sög­unn­ar í bréfi frá Fiski­stofu til veiðifé­laga og leigu­taka. Aðgerðir sem vinna þarf í sam­ráði við Fiski­stofu eru ádrátt­ar­veiði með net­um. Leit með ljós­um og rekköf­un. Í frétt á heimasíðu Lands­sam­bands veiðifé­laga er greint frá þessu og talað um sam­ræmd­ar björg­un­araðgerðir. Þar seg­ir;

„Full­trú­ar Lands­sam­bands veiðifé­laga hafa fundað með Fiski­stofu og Haf­rann­sókna­stofn­un síðustu daga til að skipu­leggja og sam­ræma björg­un­araðgerðir. Niðurstaða þeirr­ar vinnu er að Fiski­stofa mun í fyrsta lagi veita veiðifé­lög­um al­menn­ar heim­ild­ir til auk­inn­ar veiði og í öðru lagi leggja til sér­tæk­ar veiðiaðgerðir í sam­ráði við Fiski­stofu.

  1. Al­menn­ar heim­ild­ir sem ganga þegar í gildi og Fiski­stofa hvet­ur til að verði nýtt­ar:
    1. Lok­un laxa­stiga.
    2. Leng­ing stang­veiðitíma­bils til 15. nóv­em­ber.
  1. Veiðiaðgerðir í sam­ráði við Fiski­stofu:
    1. Ádrátt­ar­veiði.
    2. Leit með ljós­um.
    3. Rekköf­un.“

Sporðaköst hafa flutt fjölda frétta af eld­islöx­un­um sem nú streyma upp í laxveiðiár. Lands­sam­band veiðifé­laga hef­ur tekið sam­an stöðuna og seg­ir á heimasíðu þeirra;

„Fjöldi veiddra laxa, skv. taln­ingu Lands­sam­bands­ins, er kom­inn í 106 laxa á svæðinu frá Laxá í Döl­um í vestri að Fnjóská í austri. Mun fleiri eld­islax­ar hafa þó sést í ám og teljurum. Lands­sam­band veiðifé­laga ít­rek­ar mik­il­vægi þess að fá upp­lýs­ing­ar um alla eld­islaxa sem veiðast (eða sjást) og að þeim sé skilað til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar til grein­ing­ar.“

Nú þegar er ein­hver veiðifé­lög far­in að skipu­leggja björg­un­araðgerðir og er Sporðaköst­um kunn­ugt um að flokk­ur manna mun fara um Vesturá í Miðfirði í kvöld til freista þess að ná eld­islaxatorfu sem sást neðarlega í ánni. Laxa­stig­an­um í Kambs­fossi í Austurá hef­ur þegar verið lokað og hann er vaktaður dag­lega til að greiða fyr­ir göngu viltra laxa og að reyna að ná til eldis­vill­inga.

Verður að ger­ast núna

„Þetta verður að ger­ast núna. Við höf­um ein­hverj­ar þrjár til fjór­ar vik­ur áður en óaft­ur­kræft slys hef­ur átt sér stað,“ sagði Rafn Val­ur Al­freðsson leigutaki Miðfjarðarár í sam­tali við Sporðaköst, síðdeg­is.

Laxa­stig­an­um í Blöndu var lokað fyr­ir tíu dög­um og þar hafa verið háfaðir þrjá­tíu eldis­vill­ing­ar sem ann­ars hef­ur horfið á vatna­svæðinu.

Önnur veiðifé­lög sem Sporðaköst ræddu við í dag eru að skipu­leggja aðgerðir og meta hvernig þær geta skilað sem best­um ár­angri í þess­um viðamikla björg­un­ar­leiðangri sem nú er haf­inn.

Það sem er ekki síður merki­legt við þessa stöðu er að nú er í fyrsta skipti viður­kennt af op­in­ber­um aðilum að um­hverf­is­slys hafi átt sér stað í tengsl­um við sjókvía­eldi. Fiski­stofa vitn­ar í lög um lax og sil­ungsveiði frá 2006 þegar stofn­un­in heim­il­ar þess­ar aðgerðir. Í sautjándu grein þeirra laga er heim­iluð stang­veiði allt til 15. nóv­em­ber er villt­um laxi er sleppt.

Þær aðgerðir sem nefnd­ar eru hér að ofan að vinna þurfi í sam­ráði við Fiski­stofu, ádrátt­ur, leit með ljós­um og rekköf­un verða greidd­ar af Fiski­stofu seg­ir í bréfi sem stofn­un­in sendi til veiðifé­laga. Þó þarf að koma til að Fiski­stofa mæli fyr­ir um aðgerðirn­ar og hafi eft­ir­lit með þeim.

Hvað varðar rekköf­un þá mun Fiski­stofa hafa milli­göngu um að fá til lands­ins sér­fræðinga frá Nor­egi sem eru sér­hæfðir í rekköf­un, eða snorkli til að leita að eld­islöx­um.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert