Haustveiðin tosar upp lélegt sumar

Jóhann Gunnar Jóhannsson með einn af fiskum vikunnar. Hann fékk …
Jóhann Gunnar Jóhannsson með einn af fiskum vikunnar. Hann fékk þennan hundrað sentímetra lax í Stóru-Laxá í gær. Veiðistaðurinn var Bergsnös. Ljósmynd/Bjarki Már Viðarsson

Eitt og annað forvitnilegt má lesa út úr vikutölum í laxveiðinni sem angling.is, vefur Landssambands veiðifélaga birti í dag. Fyrstu lokatölurnar líta dagsins ljós og misskipt veiði í Rangánum. Þá komust bæði Norðurá og Hofsá yfir þúsund laxa markið.

Ytri–Rangá skilaði góðri veiði í síðustu viku eða 399 löxum. Áin er að nálgast þrjú þúsund laxa á með að ástandið er öllu daprara aðeins austar. Veiðimenn í Eystri–Rangá lönduðu 92 löxum í síðustu viku og áin er að nálgast tvö þúsund laxa en var á sama tíma í fyrra komin yfir þrjú þúsund laxa. Að sögn kunnugra er Eystri búin að vera mjög lituð í hátt í mánuð sem gerir alla veiði erfiða og á köflum ómögulega. Kuldi síðustu daga ætti að breyta þessu og verður áhugavert að sjá hvort ekki verður boðið upp á haustveislu þar.

Borgarfjarðaárnar Þverá/Kjarrá og Norðurá skiluðu báðar yfir hundrað laxa veiði og er ljóst að „Prime time" eða besti tíminn hefur færst til í Kjarrá. September hefur verið frábær þar síðustu ár á meðan að þurrkar hafa sett strik í reikninginn nokkur síðustu ár á hinum skilgreinda besta tíma.

Norðurá fór yfir þúsund laxa með þessari góðu viku og þar spiluðu veðurguðirnir stærsta hlutverkið því áin fór í mikinn vöxt og þeir veiðimenn sem nutu sjatnandi vatns gerðu góða veiði. Norðurá er talandi dæmi um að rigningar nú á haustdögum hafa tosað upp heildartöluna en breyta því þó ekki að sumarið flokkast sem lélegt.

Haffjarðará er búin að loka og þar eru lokatölur aðeins betri en í fyrra sem verður að teljast gott í því árferði sem nú hefur verið boðið upp á.

Þær ár sem sérstaklega hafa beðið eftir rigningu eru, Laxá í Dölum, Stóra–Laxá og Kjósin. Allar hafa þær tekið við sér en líkast til er þetta of lítið, of seint. Það hefur þó hresst veiðimenn eins og í Stóru að þar hafa veiðst þrír hundraðkallar síðustu daga. Einn slíkur er á við marga, að minnsta kosti fyrir þann veiðimenn sem fær slíkan happadrátt. Sporðaköst voru búin að segja frá fyrstu tveimur en þann þriðja veiddi Jóhann Gunnar Jóhannsson í þeim nafntogaða veiðistað Bergsnös. Hann mældist 100 sentímetrar og 50 í ummál. Flugan var kvart tomma Radian túba.

Þessar eru afla­hæstar samkvæmt tölum frá angling.is, sem er síða Landssambands veiðifélaga. Listann má sjá hér að neðan. Í fyrsta dálki er fjöldi laxa veidd­ur og miðast sú tala við 13. september. Í dálki tvö er svo viku­veiðin. Þriðji dálk­ur­inn, inn­an sviga, er fjöldi laxa á sama tíma í fyrra, eða 14. september. Töl­ur í þessum lista yfir tíu afla­hæstu árn­ar eru fengn­ar af vef Lands­sam­bands veiðifé­laga, angling.is og einnig af angling iq app­inu þar sem ra­f­ræn skrán­ing á veiðinni fer fram. Upp­lýs­ing­ar um stöðuna í fleiri ám má nálg­ast á báðum þessum síðum. 

Ytri-Rangá og      2.970        399       (4.233)

vest­urb. Hóls­ár 

Eystri-Rangá       1.966         92       (3.191)

Þverá/​Kjar­rá       1.287         118       (1.414)

Selá í Vopnafirði  1.234          96       (1.117)  

Miðfjarðará          1.199        110       (1.392)

Norðurá              1.067         106        (1.349)

Hofsá                 1.009            50        (1.145)

Haffjarðará          905            --        (870) Lokatala

Laxá í Aðaldal       632            37         (368)

Laxá á Ásum        630            33         (820)

Angling.is birtir vikulega tölur úr öllum laxveiðiánum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert