Ytri-Rangá á góðri siglingu

Carlos Roig veiddi lax númer þrjú þúsund í sumar í …
Carlos Roig veiddi lax númer þrjú þúsund í sumar í Ytri-Rangá í morgun. 84 sentímetra hrygna sem veiddist á Rangárflúðum. Ljósmynd/IO

Ytri–Rangá er á góðri siglingu. Þrjú þúsundasta laxinum var landað þar í morgun. Þó svo að veiðin sé töluvert undir því sem var á sama tíma í fyrra er áin engu að síður að eiga eitt af sínum bestu árum í nokkurn tíma. Í fyrra endaði hún með ríflega fimm þúsund laxa en lítur út fyrir að verða í kringum fjögur þúsund þetta sumarið.

Carlos feðgarnir og Ólafur Sigurgrímsson leiðsögumaður. Klárir í pönnukökur.
Carlos feðgarnir og Ólafur Sigurgrímsson leiðsögumaður. Klárir í pönnukökur. Ljósmynd/IO

CarlosRoig fékk þrjú þúsundasta laxinn í sumar áSunray á sjálfum Rangárflúðum sem eru rétt neðan við veiðihúsið. Þetta var 84 sentímetra hrygna sem var sett í kassa og mun hún verða notuð til að framleiða næstu kynslóð af laxi fyrir Ytri.

Aðalbjörn hampar maríulaxinum. 80 sentímetra hrygna sem verður nýtt í …
Aðalbjörn hampar maríulaxinum. 80 sentímetra hrygna sem verður nýtt í klak í haust. Ljósmynd/IO

Veiðin við Hellu hefur verið nokkuð stöðug í sumar og láta veiðimenn og rekstraraðilar vel af sumrinu. Í þriðja skiptið í sumar var skellt í pönnukökur en það er hefð fyrir því að baka nokkrar slíkar þegar áfangafiskar veiðast. Þeir feðgar og nafnarCarlosRoig-ar kunnu vel að meta þjóðarbakkelsið og ekki lét leiðsögumaðurinn þeirra, Ólafur Sigurgrímsson sitt eftir liggja þegar kom að því að hesthúsa heitum pönnukökum.

Allir fengu pönnukökur í tilefni dagsins.
Allir fengu pönnukökur í tilefni dagsins. Ljósmynd/IO

Það var ómæld gleði á bökkum Ytri í morgun með þennan fisk en þó voru líka fleiri fagnaðarefni. Þannig landaði Aðalbjörn Tryggvason maríulaxi sem reyndist áttatíu sentímetra hrygna og var líka fóstruð í kassa til kreistingar síðar í haust. Hrygnan veiddist í Ólastreng.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert