Eldislax að para sig við villta laxinn

Laxaparið í Grundarfljóti í Langadalsá. Hængurinn er villtur íslenskur lax …
Laxaparið í Grundarfljóti í Langadalsá. Hængurinn er villtur íslenskur lax en hrygnan er strokulax frá Arctic Fish. Þetta eru einu tveir laxarnir sem sáust í hylnum og eru þeir búnir að para sig. Ljósmynd/Elías Pétur

Veiðimenn sem nú eru að veiða í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi upplifðu að áin væri umsetin af eldislaxi. Eldislaxar voru í ósnum og fjórir voru við teljarann nokkru ofar. Í veiðistaðnum Grundarfljóti mátti sjá eitt laxapar og var það komið í stellingar fyrir hrygningu. Þetta voru einu tveir laxarnir í hylnum. Einn af veiðimönnunum tók upp myndband af löxunum í hylnum. Þegar farið var að skoða myndbandið kom í ljós að villtur hængur hafði parað sig við eldishrygnu. Þarna er að gerast það sem menn hafa óttast í sambandi við strokulaxana frá Arctic Fish.

Eins og fram hefur komið eru laxarnir af norskum uppruna og í raun allt annar fiskur en sá byggir íslenskar ár og gert hefur í margar aldir. Með erfðamengun óttast sérfróðir menn að eiginleikar og afkomugeta laxins glatist og skerðist með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Myndin sem fylgir fréttinni sýnir nákvæmlega það sem menn hafa óttast. Erfðablöndun.

Veiðimenn fyrir vestan náðu að háfa þennan eldislax við teljarann …
Veiðimenn fyrir vestan náðu að háfa þennan eldislax við teljarann í Langadalsá. Þrír aðrir sem þar voru sluppu. Þeir upplifa að áin sé umsetin af eldislaxi. Ljósmynd/Aðsend


 

Reynt verður að ná þessari hrygnu sem er í Grundarfljóti. Veiðimönnum tókst að háfa einn af þeim eldislöxum sem voru við teljarann í Langadalsá en hinir sluppu, í bili. Bjartir og lúsugir fiskar voru í ósnum og það er eitt vandamálið með þessa strokulaxa að enginn veit hvenær þeir taka ákvörðun um að ganga upp í árnar. Það getur verið að gerast langt fram eftir hausti.

Eldislax hefur verið staðfestur í tugum laxveiðiáa frá Laxá í Dölum í vestri og í Fnjóská og Eyjafjarðará í norðri. Fjöldi þeirra sem náðst hefur er á annað hundrað talsins en ógerningur er að meta hversu margir eldislaxar eru þegar komnir í þessar ár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert