„Þetta er svakalega stór fiskur“

Magnaður fiskur og enn einn sem Hrafn H. Hauksson landar …
Magnaður fiskur og enn einn sem Hrafn H. Hauksson landar í sumar sem er rétt undir hundrað sentímetrunum. Ljósmynd/Hrafn H. Hauksson

„Þetta er svakalega stór fiskur,“ sagði Hrafn H. Hauksson við Jóa félaga sinn þar sem þeir voru staddir skammt ofan við Frúarhyl í Vatnsá. Hrafn sá eldrauðan, belgmikinn hæng sem lá á grunnu vatni. Í samtali við Sporðaköst sagði Hrafn að hann hefði séð fiskinn í hundrað metra fjarlægð. „Hann blasti við mér.“

Hrafn valdi að sýna þessum stórlaxi flugunaDubbinn, sem er agnarlítil flottúba. Í öðru kasti lyfti stórlaxinn sér og réðist áDubbinn. „Hann varð virkilega reiður,“ lýsti Hrafn. Viðureignin varð ekki löng. Í mesta lagi tuttugu mínútur, giskaði Hrafn á. „Hann gat ekkert farið. Bara þumbast en hann hafði ekkert pláss.“

Hausstór og mjög þykkur en búkstuttur. Þannig lýsir Hrafn þessum …
Hausstór og mjög þykkur en búkstuttur. Þannig lýsir Hrafn þessum flotta fiski úr Vatnsá. Ljósmynd/Hrafn H. Hauksson

Þessi mikli hængur mældist 96 sentímetrar og er sá sjötti í þessum stærðarflokki sem Hrafn landar í sumar. „Hann hafði allt sem hundraðkall þarf að hafa. Hausinn var svakalega stór og stærri en á hinum fiskunum sem ég hef fengið í sumar af svipaðri stærð. Veiðiugginn náði nánast að sporði. En búkurinn var stuttur. Þetta var ótrúlega sérstakur fiskur,“ sagði Hrafn.

Hrafn er búinn að taka mikla törn í veiði í sumar. Hann er búinn að vera í vöðlum upp á dag frá því í lok júní. „Svo er ég búinn að vera að veiða frá 30. ágúst. Þannig að ég er alveg að verða rólegur,“ segir Hrafn sem er illa haldinn af veiðibakteríunni.

Vatnsá er komin í rétt um áttatíu laxa það sem af er sumri. Það er betra en í fyrra en laxinn mætti óvenju seint í hana í sumar, eða ekki fyrr en í lok ágúst. Frá mánaðamótum hefur verið stuð í henni að sögn þeirra sem til þekkja.

Vatnsá er að uppleggi sjóbirtingsá og um tvö hundruð slíkir hafa verið bókaðir í sumar. Tveir í yfirstærð hafa sést í teljaranum sem er í Vatnsá og fiskar fara í gegnum á leið sinni upp í Heiðarvatn. Annar mældist 107 og hinn 100 sentímetrar. „Við erum líka að veiða í vatninu og það er mikið af sjóbirtingi komið upp,“ sagði Hrafn.

Ásgeir Arnar Ásmundsson rekstraraðili Vatnsár segist sjaldan hafa séð jafn góða seiðastöðu í ánni. „Það verður gaman hjá okkur sumarið 2025,“ sagði hann í samtali við Sporðaköst. Hann byggir það á því að allt kraumar af tíu sentímetra seiðum sem lög gera ráð fyrir að gangi út snemma næsta sumar og mæti ári síðar sem smálax.

Vatnsá rennur úr Heiðarvatni, ofan við Vík í Mýrdal og sameinast Kerlingadalsá til sjávar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert