Eldislax úr Kálfá ekki frá Patreksfirði

Eldislaxinn sem veiddist í Kálfá 17. september. Staðfest er að …
Eldislaxinn sem veiddist í Kálfá 17. september. Staðfest er að hann er ekki úr Arctic Fish strokinu. En hver uppruninn er liggur ekki fyrir. Eldislaxinn af vatnsvæði Ytri-Rangár reyndist villtur lax og ekki úr eldi. Ljósmynd/Pétur Björnsson

Eldislaxinn úr Kálfá, sem Pétur Björnsson leigutaki veiddi 17. september er vissulega eldislax en ekki úr strokinu frá Arctic Fish í nágrenni Patreksfjarðar. Þetta eru frumniðurstöður úr greiningu Hafrannsóknastofnunar á fiskinum. Pétur Björnsson hefur staðfest þetta við Sporðaköst.

Grunsemdir eru uppi um að fiskurinn kunni að vera frá Austfjörðum en strokulaxar frá Arctic Fish virðast ekki hafa farið suður fyrir Snæfellsnes. Þeir hafa fundist í Laxá í Dölum og fleiri ám á því svæði en ekki fundist á Mýrum eða í Borgarfirði enn sem komið er í það minnsta.

Þessi lax verður seint sagður snoppufríður. Þegar fiskurinn var skoðaður …
Þessi lax verður seint sagður snoppufríður. Þegar fiskurinn var skoðaður leyndi sér ekki að hann var ættaður úr eldi. En hvaðan? Það er stór spurning. Ljósmynd/Pétur Björnsson

Meintur eldislax veiddist einnig neðarlega á vatnsvæði Ytri–Rangár en rannsókn á þeim fiski leiddi í ljós að hann var af villtum uppruna, eins og segir í svar Hafrannsóknastofnunar til veiðifélagsins.

Pétur veiddi eldislaxinn í Kálfa og var þar um að ræða áttatíu sentímetra hrygnu. Pétur sagði í samtali við Sporðaköst að fiskurinn hefur sterkur og þumbast við eins og hver annar stórlax en útlitsgallar fylltu hann efasemdum. „Hvað er nýgenginn stórlax að gera hér í Kálfa eftir miðjan september? Hugsaði ég með mér.“ Upplýsti Pétur í samtali við Sporðaköst. Væntanlega kemur frekari og nákvæmari greining á uppruna þessa strokulax í framhaldinu. Slíkar greiningar taka lengri tíma að sögn sérfróðra.

Sproðurinn á Kálfárlaxinum er alveg þver og ekki vottar fyrir …
Sproðurinn á Kálfárlaxinum er alveg þver og ekki vottar fyrir viki í honum miðjum eins og sjá má á villtum fiski. Ljósmynd/Pétur Björnsson

En þessar niðurstöður segja ákveðna sögu. Engir fiskar frá Arctic Fish hafa fundist sunnar við Snæfellsnes og að eldisfiskar koma víðar að en bara úr þessu staðfesta stroki á Vestfjörðum. Áríðandi er að fá frekari upplýsingar um laxinn úr Kálfá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert