UST leggur til 25 daga rjúpnaveiðitímabil

Rjúpa verður á borðum landsmanna þessi jólin. UST hefur lagt …
Rjúpa verður á borðum landsmanna þessi jólin. UST hefur lagt til að tímabilið verði 24 dagar eða frá 20. október til 21. nóvember. Ráðherra á síðasta orðið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Um­hverf­is­stofn­un (UST) hef­ur skilað til­lög­um sín­um til ráðherra vegna kom­andi rjúpna­tíma­bils. Nú er lagt til að veiðar hefjist 20. október og verði heimilaðar til 21 nóvember. Þó með þeim takmörkunum sem verið hafa undanfarin ár að ekki er leyft að skjóta tvo daga í viku. Miðvikudaga og fimmtudaga verður ekki leyft að veiða. Umhverfisráðherra á svo síðasta orðið en tillögurnar eru komnar á hans borð.

Þetta þýðir að samtals eru veiðidagar 25 eða einum fleiri en í fyrra. Eins og fyrri árin hefur dregist að tilkynna þessa ákvörðun og hefur það valdið óánægju meðal veiðimanna.

Í ár verður heimilt að veiða allan daginn en ekki hálfa daga eins og stundum hefur tíðkast, fari ráðherra að tillögunum.

20. október er föstudagur og mun veiðitímabilið ná yfir fimm helgar með dögum sitt hvoru megin við, enn og aftur með þeim fyrirvara að ráðherra samþykki þessar tillögur.

Átök um rjúpnaveiði hafa verið mikil. Bæði opinberlega og í stjórnsýslunni. Þar takast á tilfinningarök annars vegar og rök og talningar hins vegar. Rjúpan er mjög fallegur fugl en veiðar hafa ekki áhrif á stofnstærð, ef deilan er dregin saman í eina setningu.

Það verður sem sagt rjúpa á borðum landsmanna ef þeir þurfa að fara sjálfir og veiða hana. Áfram er sölubann á rjúpu. 

Unnið er að stjórnunar– og verndaráætlun rjúpunnar og hefur sú vinna dregist meir en ætlað var. Á heimasíðu UST segir að áætlunin verði lögð fram til kynningar vorið 2022. Enn er beðið eftir þeirri kynningu.

Uppfært og leiðrétt

Upphaflega var sagt að dagarnir væru 24. Hið rétta er að þeir eru 25 og leiðréttist það hér með. Tímabilið er þá einum degi lengra en í fyrra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert