Stóri urriðinn er mættur í Öxará á Þingvöllum. Þar hefur löngum tíðkast að fara og fylgjast með ísaldarurriðanum undirbúa hrygningu og takast á um bestu svæðin og flottustu makana. Þórður Þórkelsson veiðimaður náði myndbandi af urriðapari að hrygna í vikunni.
Myndbandið sýnir mjög vel hvernig parið fer að. Hrognin sjást í mölinni í skamma stund áður en hrygnan rótar yfir þau með öflugri sporðblöðkunni.
Þórður sem tók myndbandið sagði í samtali við Sporðaköst að sér hefði fundist magnað að sjá bæði hrognin og svilin. „Svilin eru eins og reykur umhverfis hrognin þar til straumurinn hefur tekið þau með sér. Þá fannst mér líka magnað að sjá að bæði hængurinn og hrygnan galopna munninn meðan að á frjóvguninni stendur,“ sagði Þórður.
En sjón er sögu ríkari.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |