Jóladagatöl fyrir veiðifólk – 24 flugur

Jóladagatöl Veiðihornsins fyrir veiðifólk slógu rækilega í gegn í fyrra. …
Jóladagatöl Veiðihornsins fyrir veiðifólk slógu rækilega í gegn í fyrra. Nú eru tvær útgáfur í boði. Annars vegar fyrir silungsveiðifólk og hins vegar fyrir laxveiðifólk. Ljósmynd/Veiðihornið

Hverskyns dagatöl fyrir alla aldurshópa hafa rutt sér til rúms síðari ár. Á þessum markaði var bylting þegar súkkulaðidagatöl komu fram. Nú geta allir fundið jóladagatöl við hæfi. Ein best heppnaða nýjung síðari ára á þessu sviði kom frá Veiðihorninu í fyrra. 24 flugur til jóla. Jóladagatal fyrir veiðifólk. Dagatalið seldist upp og fengu færri en vildu. 

„Já. Það er rétt. Við fengum ábendingar. Ég vil ekki kalla það kvartanir miklu frekar ábendingar og við brugðumst við þeim. Fyrsta útgáfa af 24 flugum til jóla var blanda af klassískum og góðum flugum, bæði fyrir lax og silung. Við heyrðum á silungsveiðimönnum að þeir höfðu minni áhuga á laxaflugunum og öfugt. Í ár erum við að selja tvær útgáfur. Annars vegar fyrir silungsveiðifólk og hins vegar fyrir laxveiðifólk,“ sagði Ólafur Vigfússon í samtali við Sporðaköst.

Eins og nafnið bendir til er um að ræða 24 flugur sem dagatalið geymir. 1. desember má byrja að opna fyrsta glugga eða pakka. Þar getur að líta eina flugu og henni fylgirQR kóði sem hægt er að skanna í síma og þá liggja allar upplýsingar fyrir um hverja flugu. Nafn og ýmislegt fleira.

Ein fluga á dag frá 1. desember og fram til …
Ein fluga á dag frá 1. desember og fram til jóla. QR kóði er með hverri flugu og með því að skanna hann inn fást magvíslegar upplýsingar um flugu dagsins. Ljósmynd/Veiðihornið

„Þetta var skemmtilegt í fyrra. Ný vara og heimasmíðuð hugmynd og virkaði svona frábærlega. Við þurfum að hafa þetta í forsölu á netinu hjá okkur svo að hægt sé að tryggja að þetta komist til jólabarna á réttum tíma. Það er ekki gaman að fá þetta í hendurnar rétt fyrir jólin. Stemmingin er að vakna og kíkja á nýja flugu allan desember,“ brosir Óli.

Þau Óli og María nota þá tækifærið og skrá niður þá sem kaupa dagatöl og á aðfangadag verður dregið úr potti, eitt nafn og sá dagatalseigandi fær óvænta jólagjöf frá Veiðihorninu.

„Það er samstarfsaðili okkar, Shadow flies í Taílandi sem er nú á fullu að jólast við hnýta þær flugur sem við höfum valið. Ég hef heyrt nokkrar sögur í sumar af jólaflugum frá í fyrra sem gáfu fiska. Það er skemmtilegt. Þá er hringnum einhvern veginn lokað. Fluga í desember í jólaundirbúningnum, ratar í fluguboxið. Tekin upp að sumri og gefur fisk. Það er jólagjöf sem gleður og gefur.“ Óli er alveg við það að bresta í jólaskap. Búið að leyfa rjúpuna og jóladagatölin komin í forsölu. Hvað er hægt að biðja um meira um miðjan október?

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert