Tvær ár gáfu mestu meðallengd á löxum í sumar. Laxar í þessum ám mældust að meðaltali 72 sentímetrar. Hér er um ræða meðaltal yfir sumarið og eru upplýsingarnar fengnar úr rafrænu veiðibókunum sem Angling iQ heldur utan um. Fiskar eru skráðir þar af veiðimönnum sjálfum eða leiðsögumönnum þeirra.
Sandá í Þistilfirði og Víðidalsá tróna tvær efstar með sama meðaltal. Norðvesturland er með mestu meðallengdina. Því næst Vopnafjörður og loks Vesturland. Stöku ár á þessum svæðum skera sig þó úr.
Hér eru ekki allar ár inni í myndinni. Eingöngu þær sem skrá veiði í appið Angling iQ. Svona lítur listinn út eftir sumarið.
Víðidalsá 72
Sandá í Þistilfirði 72
Blanda 71
Húseyjarkvísl 71
Hafralónsá 71
Stóra–Laxá 71
Miðfjarðará 70
Laxá í Aðaldal 69
Hrútafjarðará 69
Svartá 68
Jökla 68
Fljótaá 68
Hofsá í Vopnafirði 67
Hölkná 67
Selá í Vopnafirði 67
Sæmundará 67
Kjarrá 67
Hítará 66
Miðfjarðará í Bakkafirði 66
Laxá í Kjós 65
Sunnudalsá í Vopnafirði 65
Elliðaár 64
Þverá í Borgarfirði 64
Norðurá í Borgarfirði 64
Miðá í Dölum 64
Straumfjarðará 64
Haukadalsá 63
Langá á Mýrum 61
Leirvogsá 61
Brennan 61
Langadalsá 60
Úlfarsá/Korpa 59
Þetta er meðaltalið í 32 laxveiðiám. Hér vantar nokkrar ár en upplýsingar fyrir þær voru ekki tiltækar. Meðaltalið er svo sem engin vísindi en gefur þó sterka vísbendingu. Greinilegt er, eins og flestir veiðimenn vita að lax fyrir norðan Holtavörðuheiði er að jafnaði stærri en sá sem gengur í ár sunnan heiðarinnar.
Við einblínum oft á laxinn en gaman er að skoða sjóbirting og meðaltal fyrir hann í ár. Þarna eru inni tölur bæði fyrir vor og haust veiðina.
Eldvatn í Meðallandi 68
Tungufljót í Skaft. 66
Tungulækur 63
Húseyjarkvísl 53
Athyglisvert að sjá hversu hátt meðaltalið er í Eldvatni, Tungufljóti og Tungulæk, þar sem uppistaðan í veiðinni er sjóbirtingur. Bæði Eldvatn og Tungufljót eru með stærri fiska að meðaltali en laxveiðiárnar í Borgarfirði sem flestar eru í kringum 60 og upp í 64 sentímetra. Þá er það magnað að sjá að Eldvatn í Meðallandi sé með meðaltal upp á 68 sentímetra. Það er á pari við það sem gerist best í laxveiðiánum ef menn eru bara að horfa á stærð.
Fyrst og fremst er þetta staðfesting á því hversu stækkandi sjóbirtingurinn er eftir að veiða og sleppa var tekið upp í þessum ám. Það er óumdeilt að sú veiðistjórnunaraðferð hefur skilað stærri og fleiri sjóbirtingum þó að deilt sé um fyrirkomulagið víða í laxveiðiám.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |