Sextíu daga þurrkakafli í Kjósinni. Tökuleysi í Langá. Erum við að drepa of mikið af smálaxi? Af hverju var minna af laxi í sumar á stórum hluta landsins? Þessi staða og þessar spurningar eru viðfangsefni fyrsta uppgjörsþáttar Sporðakasta eftir laxveiðisumarið 2023.
Gestir í dag eru þau Ragnheiður Thorsteinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Hítarár.
Hér er farið yfir vítt svið og velt upp áleitnum spurningum sem margir veiðimenn stóðu frammi fyrir í sumar og munu sjálfsagt velta fyrir sér í vetur.
Haraldur segir að við höfum breytt leiknum og hann sér umtalsverða breytingu á hegðun laxins í kjölfar þess.
Ragga bendir að sama skapi á breytt viðhorf hjá stórum hópi veiðimanna og vísar þar fyrst og fremst til ungra eða nýrra veiðimanna sem virðast njóta þess að vera í færi við ána en kröfur um veiði séu lágstemmdari en áður var.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |