„Erum búin að breyta leiknum í laxinum“

Sextíu daga þurrkakafli í Kjósinni. Tökuleysi í Langá. Erum við að drepa of mikið af smálaxi? Af hverju var minna af laxi í sumar á stórum hluta landsins? Þessi staða og þessar spurningar eru viðfangsefni fyrsta uppgjörsþáttar Sporðakasta eftir laxveiðisumarið 2023.

Gestir í dag eru þau Ragnheiður Thorsteinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Hítarár.

Hér er farið yfir vítt svið og velt upp áleitnum spurningum sem margir veiðimenn stóðu frammi fyrir í sumar og munu sjálfsagt velta fyrir sér í vetur.

Haraldur segir að við höfum breytt leiknum og hann sér umtalsverða breytingu á hegðun laxins í kjölfar þess.

Ragga bendir að sama skapi á breytt viðhorf hjá stórum hópi veiðimanna og vísar þar fyrst og fremst til ungra eða nýrra veiðimanna sem virðast njóta þess að vera í færi við ána en kröfur um veiði séu lágstemmdari en áður var.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert