„Man aldrei eftir að veiðileyfin lækki“

Reynsluboltarnir Björn K. Rúnarsson, einn af leigutökum Vatnsdalsár og Stefán Sigurðsson sem rekur meðal annars Ytri–Rangá eru sammála um að hógværar hækkanir verði á veiðileyfum næsta sumar. „Ég hef verið í þessum bransa síðan 1996 og man aldrei eftir því að veiðileyfi hafi lækkað milli ára,“ segir Stefán Sigurðsson.

Þrátt fyrir að veiðisumarið 2023 hafi víðast hvar verið lélegt segja þeir báðir góðar endurheimtur á viðskiptavinum fyrir næsta sumar. Þeir hafa miklar áhyggjur af ímyndarskaða í tengslum við slysasleppinguna í Patreksfirði í haust.

Öfgar í veðri eru nýtt púsluspil í þeirri jöfnu sem veiðisumarið er. Í fyrrasumar var rigning í hverri viku og ófáir dagar þar sem Vatnsdalsá var óveiðanleg sökum vatnavaxta. Í sumar var þetta algerlega á hinn veginn. Það rigndi ekki frá 10. júlí og langt fram eftir ágústmánuði. Það hafði afgerandi áhrif til að mynda í Vatnsdal.

Eldisumræðan fer hér á flug enda var Björn K. Rúnarsson viðstaddur þegar fyrsti eldislaxinn veiddist í Vatnsdalnum. „Ég sá bara tómarúm í augunum á veiðimanninum þegar ég sagði honum að þetta væri eldislax.“

Tveir af okkar reyndustu í „bransanum“ eru mættir í Sporðakastaspjallið til að gera upp veiðisumarið 2023.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert