Ímyndarskaði vegna strokulaxa, hryllingur sumra veiðimanna yfir hnúðlaxinum og verðhækkanir á veiðileyfum er umræðuefni dagsins í Sporðakastaspjallinu.
Þetta er annar kafli með þeim Haraldi Eiríkssyni og Ragnheiði Thorsteinsson í uppgjöri á veiðisumrinu 2023.
Þau segja reiði og vonbrigði hafa einkennt viðbrögð flestra veiðimanna þegar eldislaxinn fór að sjást í fjölmörgum ám á haustdögum. Þau segja vandséð hvernig þessar tvær atvinnugreinar geti lifað saman en binda þó vonir við að frumvarp Svandísar Svavarsdóttur geti verið stórt skref í rétta átt til að efla eftirlit með sjókvíaeldi.
Hnúðlaxinn birtist ekki í því magni í sumar sem svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Það breytir því þó ekki að bæði kannast við hrylling veiðimanna við að fá þessa framandi tegund á stöng.
Verðhækkanir á veiðileyfum blasa við en bæði segja að þær verði hófstilltar og í raun í takt við þær verðhækkanir sem allt þjóðfélagið glímir við á verði á vörum og þjónustu.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |