Ímyndarskaði, hryllingur og hækkanir

Ímyndarskaði vegna strokulaxa, hryllingur sumra veiðimanna yfir hnúðlaxinum og verðhækkanir á veiðileyfum er umræðuefni dagsins í Sporðakastaspjallinu.

Þetta er annar kafli með þeim Haraldi Eiríkssyni og Ragnheiði Thorsteinsson í uppgjöri á veiðisumrinu 2023.

Þau segja reiði og vonbrigði hafa einkennt viðbrögð flestra veiðimanna þegar eldislaxinn fór að sjást í fjölmörgum ám á haustdögum. Þau segja vandséð hvernig þessar tvær atvinnugreinar geti lifað saman en binda þó vonir við að frumvarp Svandísar Svavarsdóttur geti verið stórt skref í rétta átt til að efla eftirlit með sjókvíaeldi.

Hnúðlaxinn birtist ekki í því magni í sumar sem svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Það breytir því þó ekki að bæði kannast við hrylling veiðimanna við að fá þessa framandi tegund á stöng.

Verðhækkanir á veiðileyfum blasa við en bæði segja að þær verði hófstilltar og í raun í takt við þær verðhækkanir sem allt þjóðfélagið glímir við á verði á vörum og þjónustu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert