Næst lélegasta sumarið í hálfa öld

Feðgar. Björn K. Rúnarsson leigutaki Vatnsdalsár ásamt Andra Frey Björnssyni …
Feðgar. Björn K. Rúnarsson leigutaki Vatnsdalsár ásamt Andra Frey Björnssyni syni sínum með lax úr Vatnsdalsá. Sumarið 2023 er næst lélegasta veiðisumar í hálfa öld.

Laxveiðisumarið 2023 er það næst lélegasta í hálfa öld samkvæmt bráðabirgðatölur frá Hafrannsóknastofnun. Aðeins þurrkasumarið mikla 2019 hefur gefið færri villta laxa í stangveiði.

„Heildarfjöldi stangveiddra laxa sumarið 2023 var um 32.300 fiskar, sem var um 25% minnkun frá 2022 og 22% undir meðalveiði áranna frá 1974. Veiðin 2023 var um 9.000 löxum minni en hún var 2022,“ segir í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunnar.

Stofnunin gerir sérstaklega grein fyrir veiði í ám sem byggja á seiðasleppingum. Þar mátti sjá svipaða stöðu í sumar. „Laxveiði í ám sem byggir á veiði á sleppingum gönguseiða var alls um 6.950 laxar. Það er um 4.000 löxum minna en veiddist 2022 þegar 10.553 laxar veiddust. 

Meðaltalsveiði frá 1974. Punktalínan sýnir meðaltalsveiðina. Sumarið 2023 er rétt …
Meðaltalsveiði frá 1974. Punktalínan sýnir meðaltalsveiðina. Sumarið 2023 er rétt fyrir ofan sumarið 2019, sem er það lélegasta frá 1974. Laxveiði í hafbeitarám er undanskilin og leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum veiða og sleppa. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Við samanburð á langtímaþróun á stangveiði þarf að taka tillit til þess að laxar úr gönguseiðasleppingum eru viðbót við náttúrulega framleiðslu ánna og að þegar veitt er og sleppt í stangveiði veiðast sumir fiskar oftar en einu sinni.“

Veiðisumarið í sumar byrjaði ágætlega víðast hvar og voru menn bjartsýnir fyrstu dagana. En svo fjaraði undan og niðurstaðan er næst lélegasta veiðisumar í hálfa öld. 

„Heildarstangveiði villtra laxa árið 2023 er um 20.500 laxar. Það er um 14,6 % minnkun frá 2022 og næst minnsta stangveiði sem verið hefur. Aðeins árið 2019 var lægra mat á fjölda villtra stangveiddra laxa.

Tölur um veiði á villtum laxi í stangveiði eru teknar saman með því að draga frá seiðasleppingar til hafbeitar og áætlaðan fjölda endurveiddra laxa (veitt og sleppt).“

Stangveiði í íslenskum ám frá 1974 - 2023. Veiðinni er …
Stangveiði í íslenskum ám frá 1974 - 2023. Veiðinni er skipt í landaðan afla (blátt), veitt og sleppt (grænt) og veiði úr sleppingum gönguseiða (rautt). Tölur frá 2023 eru bráðabirgðatölur. Mynd/Hafrannsóknastofnun

Eins og segir í upphafi fréttarinnar var veiðin í sumar níu þúsund löxum minni en í fyrra. Það er dramatískt fall. Til samanburðar þá var heildarveiði á Norðurlandi eystra og vestra í sumar tæplega tíu þúsund laxar. 

Hafrannsóknastofnun hefur ekki haldbærar skýringar á hvað veldur. Í frétt á heimasíðu Hafró segir. „Fjöldi þeirra laxa sem ganga í ár er annarsvegar háður fjölda seiða sem ganga úr ánum til sjávar og hinsvegar hversu margir lifa sjávardvölina af og skila sér til baka í árnar.

Almennt hefur dánartala laxa í sjó í Norður Atlantshafi farið vaxandi en ástæður þess eru ekki þekktar. Bent hefur verið á þætti eins og loftslagsbreytingar, meðaflaveiði, áhrif fiskeldis og breytingar á búsvæðum í fersku vatni.

Sumarið 2023 einkenndist af lágu vatnsrennsli. Lágrennsli getur haft neikvæð áhrif á afkomu seiða í ánum og síðar á fiskgöngur og veiði.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert