Samfögnuðu með Haugnum

Sigurður Héðinn í óða önn við að árita nýju bókina …
Sigurður Héðinn í óða önn við að árita nýju bókina Komdu að veiða. Ásmundur Helgason útgefandi er kampakátur. Hilmar Hansson og Sigurjón Ragnar mættu líka. Ljósmynd/Drápa

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er jafnan kallaður blés til útgáfuhófs í gærkvöldi í samstarfi við bókaforlagið Drápu sem gefur út bækur Sigurðar. Út er komin fjórða bók höfundar og titillinn á nýjasta afkvæminu er einfaldlega Komdu að veiða.

Titill sem talar beint í hjarta veiðimanna, ekki síst á þessum tíma þegar skammdegið ræður ríkjum.

Menn víða að úr bransanum samfögnuðu með Haugnum. Steingrímur Stefánsson, …
Menn víða að úr bransanum samfögnuðu með Haugnum. Steingrímur Stefánsson, Helgi Þorbjörnsson og Björn K. Rúnarsson kíktu á höfund og nýju bókina. Ljósmynd/Drápa

Sigurður Héðinn hélt tölu í upphafi hófsins sem haldið var í Vinnustofu Haugsins. Hann segir Komdu að veiða sína bestu bók til þessa og vissulega er hún með nokkuð öðru sniði. Bæði er að Siggi talar um sína uppáhaldsveiðistaði í bókinni og hann hefur málað fjölmargar vatnslitamyndir af veiðistöðum sem prýða bókina.

Þetta er svo skemmtilegur tími þegar fer að halla í …
Þetta er svo skemmtilegur tími þegar fer að halla í jól og fjölmargar uppákomur eru um allan bæ. Vigdís Jóhannsdóttir rakst óvænt á hana Adríönu Ósk nemanda sinn. Ljósmynd/Drápa


Höfundur og Drápa, buðu upp á spænska hráskinku, beint af beininu ef svo má segja og gerðu vel við gesti við þetta tækifæri.

Ásmundur Helgason útgefandi tók sig vel út við spænska lærið …
Ásmundur Helgason útgefandi tók sig vel út við spænska lærið og skar skinku ofan í gesti. Ljósmynd/Drápa

Haugnum er margt til lista lagt og er landsþekktur fluguhönnuður og hnýtari. Flugan hans Haugurinn er enda ein af þeim flugum sem árlega gefur hundruð laxa á Íslandi.

Vinir og vandamenn samfögnuðu með Haugnum.
Vinir og vandamenn samfögnuðu með Haugnum. Ljósmynd/Drápa
Veiðifélagarnir Haraldur Emillsson og Helga Gísladóttir létu sig ekki vanta.
Veiðifélagarnir Haraldur Emillsson og Helga Gísladóttir létu sig ekki vanta. Ljósmynd/Drápa



Sporðaköst óska Sigurði Héðni til hamingju með nýju bókina.

Marteinn Jónasson og Árni Hauksson elska að veiða. Þeir mættu …
Marteinn Jónasson og Árni Hauksson elska að veiða. Þeir mættu að sjálfsögðu. Ljósmynd/Drápa
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert