Samfögnuðu með Haugnum

Sigurður Héðinn í óða önn við að árita nýju bókina …
Sigurður Héðinn í óða önn við að árita nýju bókina Komdu að veiða. Ásmundur Helgason útgefandi er kampakátur. Hilmar Hansson og Sigurjón Ragnar mættu líka. Ljósmynd/Drápa

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er jafnan kallaður blés til útgáfuhófs í gærkvöldi í samstarfi við bókaforlagið Drápu sem gefur út bækur Sigurðar. Út er komin fjórða bók höfundar og titillinn á nýjasta afkvæminu er einfaldlega Komdu að veiða.

Titill sem talar beint í hjarta veiðimanna, ekki síst á þessum tíma þegar skammdegið ræður ríkjum.

Menn víða að úr bransanum samfögnuðu með Haugnum. Steingrímur Stefánsson, …
Menn víða að úr bransanum samfögnuðu með Haugnum. Steingrímur Stefánsson, Helgi Þorbjörnsson og Björn K. Rúnarsson kíktu á höfund og nýju bókina. Ljósmynd/Drápa

Sigurður Héðinn hélt tölu í upphafi hófsins sem haldið var í Vinnustofu Haugsins. Hann segir Komdu að veiða sína bestu bók til þessa og vissulega er hún með nokkuð öðru sniði. Bæði er að Siggi talar um sína uppáhaldsveiðistaði í bókinni og hann hefur málað fjölmargar vatnslitamyndir af veiðistöðum sem prýða bókina.

Þetta er svo skemmtilegur tími þegar fer að halla í …
Þetta er svo skemmtilegur tími þegar fer að halla í jól og fjölmargar uppákomur eru um allan bæ. Vigdís Jóhannsdóttir rakst óvænt á hana Adríönu Ósk nemanda sinn. Ljósmynd/Drápa


Höfundur og Drápa, buðu upp á spænska hráskinku, beint af beininu ef svo má segja og gerðu vel við gesti við þetta tækifæri.

Ásmundur Helgason útgefandi tók sig vel út við spænska lærið …
Ásmundur Helgason útgefandi tók sig vel út við spænska lærið og skar skinku ofan í gesti. Ljósmynd/Drápa

Haugnum er margt til lista lagt og er landsþekktur fluguhönnuður og hnýtari. Flugan hans Haugurinn er enda ein af þeim flugum sem árlega gefur hundruð laxa á Íslandi.

Vinir og vandamenn samfögnuðu með Haugnum.
Vinir og vandamenn samfögnuðu með Haugnum. Ljósmynd/Drápa
Veiðifélagarnir Haraldur Emillsson og Helga Gísladóttir létu sig ekki vanta.
Veiðifélagarnir Haraldur Emillsson og Helga Gísladóttir létu sig ekki vanta. Ljósmynd/Drápa



Sporðaköst óska Sigurði Héðni til hamingju með nýju bókina.

Marteinn Jónasson og Árni Hauksson elska að veiða. Þeir mættu …
Marteinn Jónasson og Árni Hauksson elska að veiða. Þeir mættu að sjálfsögðu. Ljósmynd/Drápa
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert