Sigurður Héðinn, eða Haugurinn eins og hann er jafnan kallaður blés til útgáfuhófs í gærkvöldi í samstarfi við bókaforlagið Drápu sem gefur út bækur Sigurðar. Út er komin fjórða bók höfundar og titillinn á nýjasta afkvæminu er einfaldlega Komdu að veiða.
Titill sem talar beint í hjarta veiðimanna, ekki síst á þessum tíma þegar skammdegið ræður ríkjum.
Sigurður Héðinn hélt tölu í upphafi hófsins sem haldið var í Vinnustofu Haugsins. Hann segir Komdu að veiða sína bestu bók til þessa og vissulega er hún með nokkuð öðru sniði. Bæði er að Siggi talar um sína uppáhaldsveiðistaði í bókinni og hann hefur málað fjölmargar vatnslitamyndir af veiðistöðum sem prýða bókina.
Höfundur og Drápa, buðu upp á spænska hráskinku, beint af beininu ef svo má segja og gerðu vel við gesti við þetta tækifæri.
Haugnum er margt til lista lagt og er landsþekktur fluguhönnuður og hnýtari. Flugan hans Haugurinn er enda ein af þeim flugum sem árlega gefur hundruð laxa á Íslandi.
Sporðaköst óska Sigurði Héðni til hamingju með nýju bókina.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |